Hugur - 01.06.2004, Page 64
Ó2
Þorsteinn Gylfason
berir háskólafyrirlestrar verið heldur sjaldgæf skemmtun í Reykjavík um
nokkurt árabil, og kenndu margir sjónvarpinu um. A unglingsárum mínum,
fyrir daga sjónvarpsins, höfðu slíkir fyrirlestrar verið alltíðir og vel sóttir. Eft-
ir að félagið var tekið til starfa tóku aðrir sér starf þess til fyrirmyndar. Til að
mynda voru stofnuð félög áhugamanna (svo nefnd) um bæði bókmenntir og
um tvö sérsvið lögfræðinnar ef mig misminnir ekki. Akureyringar eignuðust
lílca Félag áhugamanna um heimspeki, meira að segja áður en Háskólinn á
Akureyri kom til skjalanna að ég held.
A síðasta áratug má heita að háskólasamfélagið í Reykjavík hafi verið log-
andi í opinberum fyrirlestrum og málþingum, svo að sumum þykir nóg um,
með þeim afleiðingum að Félag áhugamanna um heimspeki, sem átti veru-
legan þátt í að kveikja þennan eld, sinnir fyrirlestrahaldi og ráðstefnum mun
minna en í fyrstu. I staðinn gefur það út tímaritið Hug.
Næst er að hyggja sem snöggvast að háskólanum þar sem fáeinir stúdent-
ar bjuggu þetta félag til.
§2 Fjórar háskólabyltingar
Háskóli Islands er rúmlega níræður. Hann var embættismannaskóli í sextíu
ár. Fyrstu þrjátíu árin var kennt í Alþingishúsinu. Næstu þrjátíu árin fór nær
öll kennslan fram í einu húsi sem nú er kallað aðalbygging Háskólans. Það
var að vísu þá og lengi síðan stærsta hús á Islandi svo að ýmsum ofbauð.1 Nú
eru einkum guðfræði og heimspeki kenndar þar. Hálft húsið er skrifstofur
yfirstjórnar Háskólans. Stofnun Háskólans var bylting í sögu þjóðarinnar.
Byggingin var bylting í sögu Háskólans.
Um 1970 var þriðja byltingin gerð. Þá var embættismannaskóla breytt í
allsherjarskóla - universitas - eftir alþjóðlegum fyrirmyndum. Þetta var
meiri bylting en stofnun Háskólans hafði verið 1911. Sú fólst í því einu, fyr-
ir utan nafngiftina Háskóli Islands, að stofnuð var heimspekideild, með ís-
lenzk fræði sem aðalgrein og Ágúst H. Bjarnason sem heimspekiprófessor til
að kenna öllum stúdentum forspjallsvísindi að dönskum sið, til viðbótar við
prestaskóla, læknaskóla og lagaskóla sem fyrir voru í landinu. Um 1970 var
stofnað til kennslu í mörgum greinum náttúruvísinda ásamt stærðfræði í
fyrsta lagi, í öðru lagi í félagsvísindum - nú er félagsvísindadeild ein af þrem-
ur langstærstu deildum skólans ásamt viðskipta- og hagfræðideild og heim-
spekideild (hugvísindadeild) - og loks var í þriðja lagi efnt til kennslu í
nýjum hugvísindagreinum eins og bókmenntafræði, málvísindum og heim-
speki. Allt þetta starf hefur kallað á nýbyggingar sem blasa við augum. Hús-
ið góða er nú partur af stóru hverfi.
Nú um þessar mundir er fjórða byltingin að fara fram. Háskólinn hyggst
efna til framhaldsnáms í sem flestum greinum. Við sjáum að byltingarand-
Sbr. Sigurð Nordal: „Háskólabyggingin nýja“ í List og lífsskoðun III, Almenna bókafélagið, Reykjavík
1987, 220-223. Ur Tímariti Máls og menningar 1940 en þá var byggingin vígð.