Hugur - 01.06.2004, Page 65
Ahugi fáeinna Islendinga á heimspeki
63
inn kemur yfir okkur á þrjátíu ára fresti. Ekki hafa Frakkar haft svona snyrti-
lega reglu á sínum byltingum.
Saga síðustu þrjátíu ára í Háskóla Islands hefur ekki verið skráð svo að ég
viti. En það er almannarómur, held ég, að þriðja byltingin hafi verið skólan-
um til blessunar - hann er margfalt betri skóli en hann var fyrir - og jafnvel
til nokkurrar blessunar fyrir land og þjóð. Eg ætla ekki að dæma um hvað
hæft er í því.
§3 Tölur og áhugi
Lítum á heimspekina. Ef við miðum við önnur lönd virðist heimspekinám-
ið í Háskóla íslands tiltölulega fjölsótt. Heimspekin hér er ámóta umfangs-
mikil kennslugrein og íslenzka, sagnfræði, bókmenntafræði og enska í heim-
spekideild eða þá stjórnmálafræði og félagsfræði í félagsvísindadeild.2 I
háskólunum í London og Kaupmannahöfn er heimspeki naumast hálfdrætt-
ingur greina eins og móðurmálsins á hvorum stað og sagnfræði.3
I heimspeki eru allt að 100 virkir stúdentar á hverjum tíma, þar af 5-10 er-
lendir stúdentar sem við kennum á ensku.4 Það útskrifast 10-20 manns á ári
með BA-próf í heimspeki,5 og enginn veit hve margir aðrir sem hafa sótt eitt
eða fleiri námskeið í greininni. Eitt af því sem mestu skiptir, fyrir okkur
kennarana að minnsta kosti, er að við fáum yfirleitt mjög áhugasama og
fitrðugóða nemendur. Suma frábæra. Þess má geta að fyrstu tuttugu árin sást
varla stúlka í heimspeki. Á síðustu þrettán árum hafa þær smám saman orð-
ið um helmingur hópsins. Þær standa sig nákvæmlega jafnvel og piltarnir. Ég
hef haldið mitt eigið bókhald um það.
Ekkert af þessu telst til stórtíðinda. Nema kannski að heimspeki virðist
njóta nokkru meiri hylli meðal ungs fólks á íslandi en í nálægum löndum.
Eg hef orðið var við að þetta er svolítið öfundarefni meðal heimspekinga í
Svíþjóð.6
Ef þessi hylli er skrítin er hún kannski skrítnust vegna þess að heimspeki-
nám er ekki starfsnám. Að því leyti stingur heimspekin í stúf við allar hinar
greinarnar sem ég nefndi, svo að ekki sé minnzt á viðskiptafræði, verkfræði
2 Sálarfræðin ein er merkjanlega fjölsóttari en allar þessar greinar: með 250-300 innritaða stúdenta á
hverjum tíma frekar en 150-200 eins og hinar. (Ath. að innritunartölur sýna ekki fjölda virkra stúd-
enta. Nú er nýfarið að halda bókhald yfir þá, en það er ekki aðgengilegt á einum stað fyrir einstakar
3 greinar.) Heimild: skýrslur nemendaskrár.
I Stokkhólmi er hún svolítið fjölsóttari, án þess þó að ná okkur hér. Þá er þess að gæta að heimspeki
er skyldugrein í sænskum menntaskólum sem þurfa kennara. Það er hún ekki á Englandi eða í Dan-
mörku. Frekar en hér. Heimildir: staðtölur frá Alþjóðaskrifstofú Háskólans.
Ágizkun því að engar tölur eru aðgengilegar á einum stað. Haustið 2003 fjölgaði stúdentum í heim-
speki mikið (úr um 40 í rúmlega 60 í inngangsnámskeiðum á fyrsta ári). Þegar þetta er skrifað sum-
arið 2004 er ekki vitað hvort þessi fjöldi á eftir að halda tryggð við greinina. Né heldur hvort nýstúd-
entar haustið 2004 verði jafnmargir og þeir voru 2003. Innritunartölur sem fyrir liggja þurfa ekki að
sýna fjölda virkra stúdenta eins og fram kemur í neðanmálsgrein 2.
II árið 2000,13 1999 og 22 1998. Sambærilegar tölur í íslenzku eru 10,20 og 26, í sagnfræði 22,11
6 °g 17 og í stjómmálafræði 26,16 og 28. (Tínt saman í flýti úr ársskýrslum Háskólans.)
Að sögn Gunnars Svensson í Stokkhólmi og Mats Furberg í Gautaborg.