Hugur - 01.06.2004, Page 68
66
Þorsteinn Gylfason
afrek. Svona stúdentalíf hygg ég sé afar sjaldgæft í veröldinni. Ég þekki eng-
in dæmi þess annars staðar.
Svo hafa afrekin borið ávöxt. Snemma árs 1996 tóku þrír sálfræðinemar sig
til, innblásnir af fordæmi Einars Loga og Olafs Páls, og endurtóku leikinn.
Aftur bar ég gæfu til að fá að eiga aðild að honum, ásamt tveimur öðrum
heimspekingum, einum sálfræðingi og tveimur eðlisfræðingum. Avextirnir
af þessu voru ekki bara fjölsóttir laugardagsfyrirlestrar í Háskólabíói - næst-
stærsta salnum - heldur líka bókin Er vit í vísindum? sem út kom haustið
1996 og fæst enn að ég held.9 Ritstjórarnir voru Andri Steinþór Björnsson,
Torfi Sigurðsson og Vigfús Eiríksson. Þeir höfðu allir lesið nokkra heim-
speki með sálarfræðinni, einkum hjá Mikael Karlssyni sem var ráðunautur
þeirra um fyrirlestraröðina og bókina.
Af þessum sögum má ráða hvað heimspeki hefur lifandi tengsl við önnur
fræði. Líka hitt að reykvískur almenningur er ekki áhugalaus um heimspeki-
leg efni fyrst hann flykkist hundruðum saman til að heyra þau útlistuð. Og
nú ber mér að nefna að eftir minni reynslu eru Akureyringar ennþá duglegri
en Reykvíkingar við að sækja heimspekilega fyrirlestra.
§6 Störf heimspekinga
Heimspekingar hafa gegnt margvíslegum störfum á íslandi. En skipting
þeirra á starfsgreinar hefur ekki verið skipulega könnuð frá því 1992,10 og
síðan hefur tala þeirra meira en tvöfaldazt og heildarmyndin ugglaust breytzt
mikið. I könnuninni kom fram að til 1992 hafði næstum fimmtungur 100
manna hóps sótt í fréttamennsku og aðra fjölmiðlun. Ég minnist þess að fá-
um árum áður en þessi könnun var gerð hafði ég veitt því athygli steinhissa
að ungir heimspekingar flykktust sem blaðamenn að Morgunblaðinu. Þeir
urðu fimm í næstum einni svipan. Þá spurðist ég fyrir um hvað hefði komið
yfir blaðið. Ég fékk einfalt svar hjá ritstjórunum. Morgunblaðið hafði þá
nýverið tekið upp á því að leggja fyrir umsækjendur um blaðamannsstörf
móðurmálspróf, samið af kunnum íslenzkukennara. Svo vildi til að ungir
heimspekingar leiftruðu á þessu prófi.
Annað get ég nefnt. Sá hluti nemenda okkar sem haldið hefur til fram-
haldsnáms í góðum háskólum í öðrum löndum - fram til 1992 var næstum
helmingur hópsins við fræðastörf eða í framhaldsnámi - hefur getið sér mjög
gott orð. Ég hygg það sé til marks um þetta góða orð að nú eru að minnsta
kosti fjórir íslenzkir heimspekingar að störfum við erlenda háskóla í Evrópu
og Ameríku. Hér í Reykjavík erum við níu og þrír á Akureyri.
I heimspeki hefur það verið eina meðvitaða markmiðið með kennslunni í
9 Andri Stcinþór Björnsson, Torfi Sigurðsson og Vigfiís Eiríksson (ritstjórar): Er vit í visindum?, Há-
skólaútgáfan, Reykjavík 1996.
10 Einar Logi Vignisson og Ragnar Helgi Ólafsson gerðu þessa könnun á högum um 100 heimspek-
inga 1992, með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Niðurstöðurnar voru aldrei birtar, en eru til í
handriti.