Hugur - 01.06.2004, Síða 69
Ahugi fáeinna Islendinga á heimspeki
6 7
þrjátíu ár að námið hlítti ýtrustu alþjóðlegum kröfum. Þetta á við um miklu
fleiri greinar í Háskóla Islands. Við höfum mörg viljað að Háskóhnn stefndi
aðeins að einu marki: að vera eins góður háskóli, eftir alþjóðlegum kröfum,
og hann frekast megnar eða fær að vera.
Þar með á hann ekki að stefna að því að bæta siðina, þjóna atvinnuh'fmu
eða efla menningarlífið. Kannski gerir hann eitthvað af öflu þessu, en það er
aukageta eða úthrif. Það gerist án þess að að því sé stefnt. Það er óvíst að það
mundi gerast ef við færum að stefna að því.
Hyggjum nú að hlutskipti heimspekinnar á íslandi áður en hún varð að
fuflgildri kennslugrein í Háskóla íslands.
§7 Heimspeki og guðspeki
Sigurður Nordal hefur eftir kennara sínum Finni Jónssyni eins og frægt er:
Jslendingar eiga ekki að fást við heimspeki."11 Mörgum árum áður en þessi
orð féllu hafði Finnur sagt í litlu Agripi af bókmenntasögu Islands að heim-
speki væri ekki til í íslenzkum bókmenntum.
Frá alda öðli hafa íslendingar sýnt, að þá vantar bæði löngun til
sjálfstæðra heimspekilegra rannsókna og hæfileika til þess... [Þ]ar
sem einhver heimspekileg tilþrif eða umbrot hafa verið, þar hefur
trúin borið þau ofurflði. Öll heimspeki verður hjá Islendingum að
guðspeki, ef svo mætti að orði komast.12
Til marks um þetta nefnir Finnur Njólu Björns Gunnlaugssonar og ýmis
kvæði Brynjólfs Jónssonar frá Minna-Núpi. Þess má geta að Finnur var
Brandesarmaður, raunspekingur og trúleysingi. Svo má líka nefna að það
sem við köllum „guðspeki" var naumast komið til sögunnar í heiminum þeg-
ar orð Finns voru skrifuð. Hann lagði sinn eigin skilning í orðið.
Eg held við ættum að fallast á dóm Finns um þá Björn Gunnlaugsson og
hrynjólf frá Minna-Núpi. Svo er ég nógu mikill Brandesarmaður sjálfur til
að vera hallur undir hina almennu afstöðu Finns. Fyrir nú utan það að sem
háskólakennari ber ég djúpa virðingu fyrir honum sem einum mesta höfð-
lngja þeirrar stéttar sem íslendingar hafa átt. Eg andæfi honum bara að einu
leyti. Hann gerir ramman greinarmun á guðspeki sem eins konar trú og
heimspeki sem eins konar vísindum að því er virðist. Ef Finnur trúði á eitt-
hvað trúði hann á vísindin, og hann sagði sjálfur að það væri bara ein vís-
lndaleg aðferð og hún héti „heilbrigð skynsemi".13 Viss í sinni sök.
Vísindatrúin veldur því að Finnur missir sjónar á einu. Þetta eina heitir á
12 Sigurður Nordal: íslenzk menning, Mál og menning, Reykjavík 1942,13.
13 ^*nnur Jónsson: Agrip af bókmenntasögu íslands II, Fylgikver Þjóðólfs, Reykjavík 1892, 84.
Sigurður Nordal: „Finnur Jónsson sjötugur" í Mannlýsingum III, Almenna bókafélagið, Reykjavík
1986,146.