Hugur - 01.06.2004, Síða 71
Ahugifáeinna Islendinga á heimspeki
69
réttindastefnu Mills og þróunarkenningu Darwins en á þeim Kant, Hegel og
Nietzsche sem hugleiddu hin hinztu rök.
Um sama leyti og Yfirlit Agústs kom út barst hingað guðspeki, í okkar
skilningi á því orði fremur en Finns. Hún kom albrynjuð austurlenzkum vís-
dómi. Skáld eins og Jakob Smári og Þórbergur upptendruðust af henni. Þess
má geta að í minningum sínum segist Halldór Kiljan hafa orðið afhuga
heimspeki fyrir lífstíð á því að lesa Sögu mannsandansf En guðspekin nýja
náði nokkrum tökum á honum í krafti Bókarinnar um veginn sem Jakob
Smári var annar þýðandinn að.18 Og svo var Helgi Pjeturss. Halldór varð
ekki svo afhuga heimspeki að hann hellti sér ekki á efri árum út í Helga. Það
gerði hann í Kristnihaldi undir Jökli.
Um þessar mundir stóð á hátindi ferils síns eina heimspekilega skáldið sem
Island hefur átt: Einar Benediktsson, barmafullur af líkingum, sem hann
sótti ýmist í eðlisfræði eða í bragfræði, um hin hinztu rök.19 Einar á sér enga
fyrirrennara og enga fylgjendur í íslenzkri bókmenntasögu. Islendingar hafa
ekki verið mjög iðnir við að lesa önnur kvæði hans en þau fáu sem helzt svip-
ar til kvæða annarra skálda. Þeir hafa samt kosið að reisa af honum mynda-
styttu, setja mynd hans á peningaseðil og skrifa ævisögu hans í þykkum
bindum og margar bækur aðrar sem fjalla allar um hann en ekki um kvæð-
m. A sokkabandsárum mínum gat þó oft að hitta á öldurhúsum í Reykjavík
tvo drykkfellda viðskiptajöfra og athafnamenn, Ásbjörn Ólafsson heildsala
°g Bensa á Vallá sem átti steypubíla og steypustöð sem enn er til undir hans
nafni. Þeir Ásbjörn og Bensi kunnu Einar allan utan bókar, og vissu ekkert
skemmtilegra á börum en að fara með hann fyrir aðra. Eftir því sem ég
komst næst var það heimspeki Einars sem höfðaði til þeirra, þótt þeim þætti
orðkynngin ekki spilla.
Símon Jóhannes Ágústsson prófessor kynntist Einari á námsárum sínum í
París.20 Þá var Einar gamall maður. Hann las mikið, og næstum eingöngu
alþýðlegar bækur um eðlisfræði, stjörnufræði og heimsfræði. Hann talaði um
þær, brennandi í andanum, við íslenzku stúdentana í borginni. En stundum
þegar þeir komu til hans á hótelið var hann að lesa í orðabók Fritzners yfir
‘slenzkt fornmál, þremur vænum bindum. Þá talaði hann ekki við neinn. Áll-
lr sáu að hann var að yrkja.21
I þessari íslenzku heimspeki sem var að byrja að verða til snerist allt um
hln hinztu rök: alheiminn, mannssálina, veruleikann. Stundum um guðdóm-
lnn- Bara stundum. Það var eins og margir hefðu fengið sig fullsadda af hon-
Urn í Helgakveri.
18 ^^dór Laxness: Úngur eg var, Helgafell, Reykjavík 1976, 40.
Lao-Tse: Bókin um veginn, Jakob Jóh. Smári og Yngvi Jóhannesson íslenzkuðu, Bókaverslun Guð-
19 mundar Gamalíelssonar, Reykjavík 1921. Oft endurprentuð síðan.
Sbr. nánar Kristján Karlsson: „Inngangur" að Ljóðasafni I eftir Einar Benediktsson, Skuggsjá, Bóka-
2q búð Olivers Steins sf, Hafnarfirði 1979, einkum 27-34.
2l Símon sagði mér frá þessum atvikum.
Um þessar mundir kvað Einar síðasta kvæði sitt sem vitað er af, ,Jöklajörð“.