Hugur - 01.06.2004, Síða 72
7°
Þorsteinn Gylfason
§9 Fyrstu kynni mín af heimspeki
Eg hef sagt frá því áður,22 en vildi samt mega nefna það núna, að ég kynnt-
ist heimspeki fyrir hlálega tilviljun. Eg var fluttur upp um bekk á miðjum
vetri í gagnfræðaskóla, þrettán ára, og þurfti þá að lesa í einum rykk hálfs
vetrar byrjendaefni í ensku til að ná bekkjarsystkinum mínum. Afi minn Vil-
mundur Jónsson var svo vænn að segja mér til. Fyrsta kennslustundin hjá
honum, seint á jólaföstu 1955, hófst á því að hann fór með enska vísu og
sagði mér að skrifa hana eftir sér. Það var villa í næstum hverju orði sem ég
skrifaði. Þá var enska ekki allt í kringum mann eins og núna, og ég hafði
naumast séð enskt lesmál þótt ég væri fluglæs á dönsku og bærilega læs á
þýzku. Afi leiðrétti vísuna með rauðu, lét mig skrifa hana rétta og sagði svo:
„Nú geturðu skrifað ensku. Þá er að lesa hana.“ Mig minnir að vahð hafi
staðið milli leikrits eftir Bernard Shaw og lítillar bókar eftir Bertrand Russ-
ell. Sú heitir The Problems ofPhilosophy (Gátur heimspekinnar). Hún varð fyrir
valinu án þess að ég réði miklu um það að mér finnst. Eg lærði mína fyrstu
ensku á því að stauta mig í gegnum hana.
Vísan var svona:
Whatever you do
Do with your might.
Things done by half
Are never done right.
Hefði leikrit Shaws orðið fyrir valinu hefði ég áreiðanlega orðið eitthvað allt
annað en heimspekingur þegar þar að kom. En Russell náði tökum á mér.
Sýnd og veruleiki, að þekkja og að vita, eilífar frummyndir, jafnvel dulhyggj-
an um einingu hugar og heims sem bókin endar á og kallar hina hæstu ham-
ingju. Hin hinztu rök.
§10 Heimspekin í Reykjavík
Það var ekki í mörg hús að venda í Reykjavík árið 1956 fyrir þrettán ára strák
með grillur um heimspeki. Það var að vísu hægt að lesa Sögu mannsandans
sem nú var komin í nýrri útgáfu en ófullgerðri. Ágúst dó frá henni. Tvær af
bókum Russells voru til í þýðingum, Uppeldið sem Ármann Halldórsson
námsstjóri þýddi 193723 og Þjóðfélagið og einstaklingurinn í þýðingu Sveins
Asgeirssonar hagfræðings frá 1951. Þrettán ára strákur hefiir ekki mikinn
áhuga á uppeldismálum, og ég hafði lítinn áhuga á þjóðfélagsmálum líka.
Við skulum segja að ég hafi fengið nóg af hvorutveggja í uppvextinum.
Það lifði enn í einhverjum glæðum í Guðspekifélaginu. Og hjá Nýalssinn-
22 Þorsteinn Gylfason: Tilraun um heiminn, Heimskringla, Reykjavík 1992, 20, og Að hugsa á íslenzku,
Heimskringla, Reykjavík 1996,13.
23 Ármann er afi alnafna síns, formanns Félags áhugamanna um heimspeki.