Hugur - 01.06.2004, Síða 74
72
Þorsteinn Gylfason
vera, að menn þurftu ekki að kunna að leggja saman tvo og tvo til að
yfirstíga karla eins og Einstein í alheimsspekinni. Það var svo leik-
andi einfalt á þessum tímum að skilja út í yztu æsar leyndardóma al-
heimsins, meðan hugsunin var óflekkuð af saurgun þekkingarinnar.
Ymsum, sem ekki töldu sig til svartasta almúgans, var þó farin að
finnast þessi djöflakenning nokkuð þröngskorin fyrir athafnasvig-
rúm einstaklingsins, og þeim hafði tekizt að róa sig með hagkvæm-
ari heimspeki, er þeir orðuðu á þessa leið: „Það er enginn djöfull til
nema í manninum. Það er ekkert helvíti til nema vond samvizka."
Og „vond samvizka" var á þessum árum hvorki sérlega algengur né
tiltakanlega kvalafullur kvilli. En nú höfðu æðri sem lægri fengið að
vita, að syndin svo nefnda stafaði hvorki frá illu innræti mannsins né
vélabrögðum Andskotans, heldur var Guð sjálfur í syndinni. Að
syndga var með öðrum orðum Guðs vilji.
Þetta opnaði margri leitandi sál óvænt útsýni yfir krókaleiðir breytninnar...
Og margir báru lotningu fyrir einurð þeirrar sannleiksástar, sem áræddi að
segja og það á prenti annað eins og þetta: „Guð er líka í syndinni."27
§12 Lífsspeki sem áttaviti
„Það var feiknalegur áhtshnekkir fyrir heimsstyrjöldina miklu að hafa ekki vit
á skáldskap,“ segir Þórbergur. Litlu síðar bætir hann við: „Á þessum árum þótti
ungum mönnum það ruddaskapur við siðfágun lífsins að beita það ofbeldi
þekkingar eða raka.“28 Allt um það kemur þar sögu hans í íslenzkum aðli að
hann segir við vin sinn Stefán frá Hvítadal sem hafði sakað hann um leirburð:
Eg hef aldrei ætlað mér að verða skáld. Mig hefur meira að segja
aldrei langað til að verða það... Ég tæki mér það miklu nær, ef ein-
hver, sem vit hefði á, segði, að ég væri lélegur lífsspekingur... Lífs-
spekin er réttur skilningur á lífinu. Og réttur skilningur á Hfinu er
nauðsynlegur áttaviti fyrir rétta breytni.29
Lífsspekin sem er áttaviti fyrir rétta breytni þarf ekki að koma hinum hinz-
tu rökum hið minnsta við. Setningin „Guð er líka í syndinni“ varðar hin
hinztu rök. Hún er enginn áttaviti. Hún leysir mann kannski úr viðjum
reglna, eins og Þórbergur ýjar að, en setur engar nýjar. Orðalag Þórbergs er
óaðfinnanlegt: hún opnar útsýn yfir krókaleiðir breytninnar.
Lífsspekin sem áttaviti varð með tímanum nokkuð umsvifamikil á Islandi,
til dæmis í ritum Sigurðar Nordal og Þórbergs sjálfs. Báðir áttu til að krydda
hana með jóga og fleiri fræðum úr Austurvegi, einkum Þórbergur. Einn ang-
27 Þórbergur Þórðarson: íslenzkur adall, Bókaútgifa Heimskringlu, Reykjavík 1938, 41-42.
28 íslenzkur aiall, 56 og 58.
29 íslenzkur aðall, 217.