Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 78
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 76-90
Slavoj Zizek
Kant með (eða á móti) Sade
„Kant er Sade“ er hinn „óendanlegi dómur“ nútíma siðfræði, sem setur sama-
semmerki milli tveggja róttækra andstæðna: Hún staðhæfir að hin háleita,
sinnulausa, siðferðilega afstaða sé einhvern veginn söm hömlulausri undan-
látssemi við ánægjulegt ofbeldi eða skarist við hana. Hér er mikið, ef ekki
allt, í húfi: er þráður á milli formlegrar siðfræði Kants og kaldrifjuðu dráps-
vélarinnar í Auschwitz? Eru útrýmingarbúðir og dráp sem hlutlaus viðskipti
óhjákvæmileg niðurstaða fastheldni upplýsingarinnar í sjálfræði Skynsem-
innar? Er í það minnsta raunverulegur þráður milli Sade og pyntinga fasista,
eins og mynd Pasolinis, 120 dagar Sódómu, gefur til kynna, þar sem Sade er
færður í Saló-lýðveldi Mussolinis? o.s.frv.
Þessi tengsl milli Sade og Kants voru fyrst sett fram af Adorno og Hork-
heimer í hinum (réttilega) annálaða milliþætti II (Juliette oder Aufklárung
und Moral“) í riti þeirra Dialektik der Aufklarung. Megintilgáta Adornos og
Horkheimers er að „höfundarverk markgreifans af Sade framreiði ,Skynsemi
sem er ekki stýrt af öðrum geranda’, með öðrum orðum, hina borgaralegu
sjálfsveru, sem er frelsuð undan ástandi þess að vera enn ekki komin til
þroska'1.1 Einum fimmtán árum síðar þróaði sömuleiðis Jacques Lacan (án
þess að vita af útgáfu Adornos óg Horkheimers) þá hugmynd að Sade sé
sannleikurinn um Kant, fyrst í málstofu sinni um Siðfrœði sálgreiningar
(L'Ethique de la Psychanalyse, 1958-9),2 og síðar í ritgerðinni „Kant með
Sade“ (Kant avec Sade), árið 1963.3
I
Fyrsti greinilegi munurinn á „Kant með Sade“ hjá Adorno og Horkheimer og
hjá Lacan er að í skilningi þeirra fyrrnefndu er hagnýt heimspeki Kants til-
finningasöm/móralísk málamiðlun sem stendur fyrir undanhald undan hin-
1 Max Horkheimer og Theodor W. Adorno, Dialektik der Aujklaerung (Frankfiirt, Fischer Verlag,
1971), bls. 79.
2 Sjá einkum kafla 6 í Jacques Lacan, Le Séminaire, livre VII: l'éthique de lapsychanalyse (París, Éditions
du Seuil, 1986)
Sjá Jacques Lacan, „Kant avec Sade“, Écrits, París, Éditions du Seuil, 1966, bls. 765-90.