Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 79
Kant með (eða á móti) Sade
77
um róttæku afleiðingum af gagnrýni Kants. I meðförum Lacans er „Kant með
Sade“ hins vegar sannleikurinn um hina kantísku siðfræði sjálfa, um
»gagnrýni hagnýtrar skynsemi". I stuttu máli fylgja Adorno og Horkheimer
hér viðtekinni skoðun ungra Hegelista, sem Heinrich Heine setti fram með
egghvössu móti, að í Gagnrýni hagnýtrar skynsemi takist Kant að hörfa undan
hinu einstaklega and-frumspekilega niðurrifshöggi Gagnrýni hreinnar skyn-
semi: Kant geri í siðfræði sinni málamiðlun við samúð fyrir náunganum, færi
venjulegum mönnum hina nauðsynlegu blekkingu (siða-„boð“) sem geri þeim
kleift að Hfa viðunandi hversdagslífi (eins og hinum trygga þjóni hans,
Lampe, sem hlýðinn heldur regnhh'finni fyrir húsbónda sinn þegar rignir).4
Adorno og Horkheimer hta svo á að þessi klofningur sé innbyggður í borg-
aralegt samfélag, þar sem aumkunarsiðferði og væmin manngæska bæta upp
fyrir „köld“ hlutlæg markaðsvensl og nytjarökfræði tæknistýringar. í hvers-
dagslegri „eðlilegri“ virkni sinni dregur borgaraleg hugmyndafræði þannig úr
eigin afleiðingum. Að mati Adornos og Horkheimers felst sómi fjárans skáld-
anna {poétes maudits), hugsuða á borð við Sade og Nietzsche, í því að þeir
skilja við þessa móralísku sykurhúðun og horfast í augu við afleiðingar kapít-
ah’ska tækniviðhorfsins. Skýrt og skorinort er þannig sadíska afstaðan, frá
sjónarhóli Adornos og Horkheimers, hin sanna siðferðilega innistæða sjálfs-
Wruháttar nútímans (eða, sé tekið dýpra í árina, hin sanna siðferðilega inni-
stæða alls upplýsingarferhsins, allt frá goðsagnakenndu upphafi þess), orðuð
af samkvæmni og án velgjulegrar sykurhúðunar.
Þannig fer Kant aðeins hálfa leið: í þágu sjálfræðis sjálfsverunnar slítur
kann naflastrenginn við Skynsemi, að meðtalinni siðferðilegri Skynsemi, við
sérhvert „ósjálfrátt“ innihald (á við jákvæðu grundvallarhugmyndina um hin
Æðstu Gæði sem hefðbundin siðfræði fornútímans reiðir sig á), en þó vill
kann bjarga hugmyndinni um siðferðilega skyldu. Sjálfur játast Kant í hljóði
þeirri staðreynd að hann getur ekki grundvallað forgang góðs fram yfir iht,
fyeðaumkunar fram yfir grimmd, o.s.frv., á innbyggðri formgerð Skynsem-
lnnar sjálfrar, þegar hann er knúinn til að halda því fram að kall samviskunn-
ar sem krefur okkur um að gera skyldu okkar, sé einfaldlega „staðreynd
Skynseminnar", eitthvað sem fyrirfmnist í okkur sjálfum: hrá, óskynsamleg
staðreynd. Smættun sadíska öfuguggans á rekkjunaut sínum í beran hlut, í
leið að marki sinna eigin óendanlegu nautna, er hinn huldi sannleikur hinn-
ar kantísku siðferðilegu tilskipunar um að koma fram við aðrar manneskjur
af virðingu, að veita þeim lágmarksreisn.
4
Má ekki jafnvel segja það sama um Derrida, sem á lægsta heimspekilega punkti höfundarverks síns vill
sanna að þrátt fyrir miskunnarlausa róttækni afbyggingarinnar sé hann góð og umhyggjusöm mann-
vera, og tekur því saman í tíu atriðum það sem er að í heiminum í dag (allt frá döpru hlutskipti heim-
dislausra í borgum okkar, til eiturlyfjahringja ... - sjá Spectres deMarx (París, Galilée, 1993, bls. 134-9).
Gagnrýnin greining Laclaus á Derrida (Ernesto Laclau, „The Time is Out of Joint", Emancipation(s)
(London, Verso 1996), bls. 66-93) á beina samsvörun við gagnrýni ungra Hegelista á Kant. Laclau
leggur áherslu á það hvernig siðferðisafstaða að hætti Lévinas, þ.e. að „opna fyrir vofu Hins“, að opna
fyrir hinn einstæða Atburð hans, verði ekki í ströngum skilningi dregin af frumsendu afbyggingar
(grundvallartilfærslunni, þ.e. samræmi milli skilyrða hins mögulega og skilyrða hins ómögulega) - af
sömu forsendum getur maður dregið einmitt andstæða niðurstöðu: þ.e. þörfina á sterku drottnunarafli
sem, í það minnsta um stundarsakir, ber með sér ógn um sundurliðun.