Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 80
7«
Slavoj Zizek
Adorno og Horkheimer staðsetja Sade í hinni löngu hefð hamsleys-
is/karnivalískra umskipta hinnar áorðnu skipanar: stundinni þegar reglu
stigröðunar er vikið frá og „allt er leyft“. Þetta forsögulega yndi (jouissance)
sem helgar orgíur endurheimta, er auðvitað afturvirk vörpun hins mannlega
firringarástands: það var aldrei til áður en það glataðist. Punkturinn er vita-
skuld að Sade opinberar stundina þegar, við/með tilkomu borgaralegrar
upplýsingar, nautnin sjálf glatar helgi/undirróðursgetu sinni og er smættuð í
skynsemisvædda, tæknilega starfsemi. Með öðrum orðum er mikilleiki
Sades, að mati Adornos og Horkheimers, sá að þegar hann gerist óskaraður
málsvari jarðneskra nautna hendir hann ekki aðeins frumspekilegum siða-
prédikunum út í hafsauga, heldur gengst óskorað við afleiðingunum: hin rót-
tæka vitsmunavæðing/tæknivæðing/herögun þeirrar (kynferðislegu) athafn-
ar sem er ætlað að veita nautn. Hér hittum við fyrir viðfangsefnið sem
Marcuse nefndi síðar „bælandi afgöfgun“ (repressive desublimation)'. þegar
öllum tálmum göfgunar, menningarummyndunar kynferðishegðunar, hefur
verið hrint frá, öðlumst við ekki hrátt, hrottafengið, ástríðufullt, fullnægjandi
kynlíf skepna heldur, þvert á móti, allsendis heragaða, vitsmunavædda hegð-
an, sem líkist einna helst þaulskipulögðum íþróttakappleik. Sadíska hetjan er
ekki grimmlynt dýrslegt kvikindi heldur gugginn kaldrifjaður menningar-
viti, langtum firrtari frá sönnum holdlegum nautnum en teprulegur og stirð-
legur elskhuginn, skynsemisvera, þræll amor intellectualis diaboli — það sem
veitir honum (eða henni) nautnir er ekki kynferði sem slíkt, heldur það að
strípa hina rökbundnu siðmenningu með hennar eigin tólum, með því að
hugsa (eða iðka) til enda rökréttar afleiðingar hennar. Fjarri því að vera ein-
ing fullrar, jarðneskrar ástríðu, er hin sadíska hetja í grundvallaratriðum jjar-
rœn, og smættar kynferði í vélrænt, skipulagt ferli, sneytt síðustu ummerkj-
um óheftrar nautnar eða tilfinningasemi. Það sem Sade tekur hetjulega til
greina er að hrein líkamleg skynnautn og andleg ást eru ekki einfaldlega
andstæðar, heldur díalektiskt samofnar: það er eitthvað ákaflega „andlegt“,
draugalegt, upphafið við raunverulega ástríðufiillan skynlosta, og öfiigt (eins
og dulræn reynsla kennir okkur), svp rækilegri „afgöfgun“ kynferðisins fylgir
rækileg vitsmunavæðing þess, sem breytir ákafri reynslu af líkamlegri nánd í
kalda, fjarræna, vélgenga ástundun.
Eins og Adorno og Horkheimer er vel ljóst slæst Sade hér, með þver-
stæðukenndum hætti, aftur í för með Kant: fyrirleit ekki líka Kant hið falska
siðferði sem reiðir sig á tilfmningasama meðaumkun eða aðrar sjúklegar full-
nægjukenndir? Prédikaði hann ekki líka fjarrænu sem hina einu réttnefndu
siðferðilegu afstöðu, að gera skyldu sína, aðeins skyldunnar vegna? Með því
að draga allar siðfræðilegar ályktanir af þessari formlegu, tæknilegu skynsemi
- það er, með því að leggja áherslu á siðferðilegt afstöðuleysi hennar og fjar-
rænu, með því að benda á að ógerlegt sé, haldi maður sig staðfastlega við
skynsemina eina, að grundvalla svo mikið sem hið einfalda bann við morði -
ætti ekki, samkvæmt Adorno og Horkheimer, að vísa verki Sades frá sem
tjáningu andstyggilegs sjúkleika siðmenningar okkar: þvert á móti, í verkum
höfunda á við Sade verður „sjúkleikinn sjálfur sjúkdómseinkenni lækningar-