Hugur - 01.06.2004, Page 81
Kant með (eða á móti) Sade
79
innar“5; með öðrum orðum, hin óttalausa afhjúpun þeirra svika sem felast í
samúð og öðrum mannelskugildum opnar á neikvæðan hátt upp rými fyrir
samfélag sem þyrfti ekki lengur slíkar hugmyndafræðigrímur til að hylja
hrottafenginn veruleika sinn.
II
Hvar stendur þá Lacan með hliðsjón af útgáfú Adornos og Horkheimers af
»Kant með Sade“ (þ.e. Sade sem sannleika kantískrar siðfræði)? Lacan áleit
sömuleiðis að Sade hafi notfært möguleikana sem fólust í hinni kantísku
heimspekibyltingu, þó svo að Lacan snúi eilítið öðruvísi upp á þetta - meg-
mhugsunin hjá Lacan er að Sade útfæri (externalizes) Rödd Samviskunnar af
heiðarleik (sem hjá Kant er til vitnis um algjört siðrænt sjálfræði sjálfsverunn-
ar, þ.e., sjálfsveran leggur hana á sjálfa sig) sem rödd Böðulsins sem skelf-
lr/pyndar fórnarlambið ...6 Fyrsta hugsunin sem skýtur upp kollinum er þá
vitaskuld: er ekki verið að gera veður út af engu? Vita ekki aUir, á þessu freud-
íska eftir-hughyggjuskeiði sem við lifúm á, hvað felst í „með“-inu: sannleikur
siðfræðilegs strangleika Kants er sadismi Lögmálsins; kantíska Lögmálið er
með öðrum orðum útsendari yfirsjálfsins, sem nýtur með sadískum hætti
sjálfheldu sjálfsverunnar, hvernig hún er ófær um að svara ósveigjanlegum
kröfúm þess, eins og kennarinn í sagnaminninu, sem pyndar nemendur sína
^neð ómögulegum verkefnum og smjattar í laumi á óförum þeirra? Ábending
Lacans er hins vegar einmitt andstæða þessarar fyrstu tengingar: það er ekki
Kant sem er skápasadisti, heldur er Sade skápakantisti. Það er að segja, það
sem ber að hafa í huga er að Lacan beinir aUtaf sjónum sínum fyrst og fremst
að Kant, ekki Sade: það sem hann hefúr áhuga á eru hinstu afleiðingar og út-
skúfaðar forsendur kantísku siðfræðibyltingarinnar. Með öðrum orðum, þá
reynir Lacan ekki að gera þá hefðbundnu „smættunar“-athugasemd að sér-
hver siðferðUeg athöfn, hversu hrein og fáskipt sem hún kann að virðast, sé
avaUt drifin áfram af einhverri „sjúklegri" hvatningu (langtímahagsmunum
gerandans sjálfs, aðdáun jafningja, aUt að „neikvæðu“ fúUnægjunni sem má
finna í þeirri þjáningu og nauðung sem siðferðUegar athafnir útheimta tíð-
Una); athygli Lacans dvelst öUu heldur á hinum þverstæðukennda viðsnúningi
er löngunin sjálf (það er, að framkvæma eftir löngun sinni, ekki miðla málum
Urn hana) getur ekki lengur átt sér grundvöU í neinum „sjúklegum" áhuga eða
hvöt, og uppfyUir þannig skilyrði hinnar kantfsku siðferðisathafnar, þannig að
það að „fylgja löngun sinni“ skarast við það að „gera skyldu sína“. Það nægir
að minnast frægs dæmis Kants sjálfs, úr Gagnryni hagnýtrar skynsemv.
Imyndum okkur að einhver segi þrá sína ómótstæðilega þegar hinn
þráði hlutur og tækifæri eru til staðar. Spyrjið hann hvort hann
6 Horkheimer og Adorno, Dialektik der Aujklárung, bls. 102.
Með ldínísku tungutaki má segja að Sade magni þráhyggjuhagsýni Kants upp í fullþroska öfugugga-
afstöðu.