Hugur - 01.06.2004, Síða 84
82
Slavoj Ziíek
(sjálfsverunni sem setur fram fullyrðingu) og „sjálfsveru hinnar framsettu
(fullyrðingar)" (hinnar táknrænu sjálfsemdar sem sjálfsveran tekur sér innan
og gegnum fiillyrðingu sína). Kant tekst ekki á við spurninguna um hver sé
„framsetningarfrumlag" siðalögmálsins, gerandinn sem setur fram hin skil-
yrðislausu fyrirmæli. Innan sjóndeildarhrings Kants er þessi spurning sjálf
merkingarlaus, þar eð siðalögmálið er ópersónuleg skipun „upprunnin
hvergi“; hún er með öðrum orðum að endingu sjálfskipuð, það er sjálfsveran
sjálf sem ákvarðar hana, í eigin umboði). Með vísuninni til Sades túlkar Lac-
an vöntun hjá Kant þannig að mælandi siðalögmálsins sé gerður ósýnilegur,
„bældur“; og það er Sade sem gerir hann sýnilegan í búningi hins sadíska
böðuls-pyndara. Þessi böðull er mælandi siðalögmálsins, gerandi sem finnur
nautn í sársauka og niðurlægingu okkar (hinna siðferðilegu sjálfsvera). Hér
virðast augljós mótrök stinga upp kollinum: er þetta ekki allt bull og vitleysa,
þar sem sá þáttur sem fylhr rými skilyrðislausu tilskipunarinnar hjá Sade,
grunnreglan sem sjálfsveran þarf að fylgja skilyrðislaust, er ekki lengur hið
algilda kantíska siðaboð „Gerðu skyldu þína!“, heldur róttækasta andstæða
þess, tilskipanin að fylgja allt að ystu mörkum hinum gjörsamlega sjúklegu,
tilfallandi dyntum sem veita þér ánægju, og miskunnarlaust smætta allar
manneskjur á vegi þínum í tæki sem þjóni nautn þinni? Hins vegar er lykil-
atriði að sjá samstöðuna með þessum þætti og tilkomu „sadísku" böðuls-
fígúrunnar sem raunverulegrar „framsetningarsjálfsveru“ hinnar algildu siða-
fullyrðingar-skipunar. Sadíska færslan frá kantískri virðingu til svívirðu - það
er, frá virðingu fyrir Hinum (náunganum), frelsi hans og sjálfræði, og frá því
að koma alltaf fram við hann sem tilgang-í sjálfum-sér, til smættunar allra
Hinna í ekkert annað en lítilvæg tæki til miskunnarlausrar notkunar - er ná-
tengt staðreyndinni að „framsetningarsjálfsvera“ siðaboðsins, ósýnileg hjá
Kant, tekur á sig áþreifanleg einkenni sadíska böðulsins.
Sade afrekar þannig mjög nákvæma aðgerð, hann rýfur hlekkinn millipeirra
tveggia pátta sem í augum Kants skarast og bera eitt og sama nafn:12 staðhæf-
ingar um óskilyrta siðferðilega tilskipun og siðferðilegt algildi þessarar til-
skipunar. Sade heldur í formgerð óskilyrtrar tilskipanar, og leggur hina sjúk-
legustu einstæðu til sem innihald hennar. En aftur er lykilatriðið að þetta rof
er ekki sérviska Sades - það er ónýttur möguleiki fólginn í þeirri grunn-
spennu sem er undirstaða hins kartesíska sjálfsveruháttar.13 Það er að segja,
íhlutun sjálfsverunnar grefur undan hefðbundinni fornútímalegri andstöðu
hinnar altæku Skipanar og oflátungsháttar tiltekins afls með slíka sjálfelska
ofgnótt sem raskar jafnvægi altæku skipanarinnar: „sjálfsvera" er nafn þessa
oflátungsháttar, ofaukins látbragðs, og einmitt þessi ofauki grundvallar hina
altæku Skipan; það er nafn hins sjúklega auvirðilega, klínamens, frávik frá
hinni altæku Skipan, sem viðheldur einmitt þessari altæku Skipan. Hin
Sjá Monique David-Menard, Les Constructions de l'universel (París, PUF, 1997).
Hegel var þegar meðvitaður um þessa umturnun kantíska algildisins í tilfallandi sérvisku: er ekki
megininntak þessarar gagnrýni á hið siðferðilega skylduboð Kants að, þar eð skylduboðið er tómt,
Kant verði að fylla það með einhverju innihaldi af sviði reynslunnar, og þannig veita tilteknu tilfall-
andi innihaldi form algildrar nauðsynjar?
J
12
13