Hugur - 01.06.2004, Síða 88
86
Slavoj Zizek
unnar sem fylgir hinni skifyrðislausu tilskipun. Edward Said vekur athygli á
bréfi Mozarts til konu sinnar, Constanze, frá 30. september 1790 - það er,
frá því er hann var að semja Cosifan tutte. Eftir að hafa tjáð ánægju sína yf-
ir væntum endurfundum þeirra, heldur hann áfram: „Ef fólk gæti séð inn í
hjarta mitt, yrði ég næstum að blygðast mín fyrir sjálfan mig ...“ A þessum
punkti, eins Said hjó skýlaust eftir, myndi maður búast við játningu á ein-
hverju saurugu leyndarmáli (kynferðisórar um hvað hann muni gera við kon-
una sína þegar þau loks hittast, o.s.frv.); framhald bréfsins er hins vegar á
þessa leið: „allt er kalt fyrir mér - ískalt“.18 Það er hér sem Mozart stígur inn
á óhugnanlegt umdæmi „Kants með Sade“, sviðið þar sem kynferði glatar
hinu ástríðufulla, spennuþrungna yfirbragði sínu og breytist í andstæðu sína,
„vélgenga" nautnaiðkun sem er framkvæmd úr kaldri fjarlægð, eins og hin
kantíska siðferðilega sjálfsvera sem gerir skyldu sína án nokkurrar sjúklegrar
skuldbindingar ... Er þetta ekki sýnin sem liggur á bak við Cosi: alheimur þar
sem sjálfsverurnar ákvarðast ekki af ástríðufullri þátttöku heldur af blindu
gangverki sem kemur reglu yfir ástríður þeirra? Það sem knýr okkur til að
færa Cosi í umdæmi „Kants með Sade“ er að vísbendingar um þráhyggju óp-
erunnar fyrir hinni algildu vídd liggja strax í tidinum: „þau eru öll að gera
þetta", ákvörðuð af sama blinda gangvirkinu ... I stuttu máli er Alfonso,
heimspekingurinn sem skipuleggur og notfærir sér leik breytilegra sjálfs-
mynda í Cosi, útgáfa af fígúru hins sadíska leiðbeinanda sem menntar ungu
lærlingana sína í list óhæfunnar. Þannig er það ofureinföldun og ófullnægj-
andi að álíta þennan kulda vera kulda „tæknilegrar skynsemi".
Kant og Sade eiga fleira sameiginlegt en þennan kulda skilyrðislausu til-
skipunarinnar (Gerðu skyldu pína! eða Njóttu!) sem knýr sjálfsveruna til að
höggva á böndin sem hann tengist öllum tilfallandi, „sjúklegum“ hlutum;
það er athygli vert að þeir deila einnig sömu sjúklegu tilþrifunum er þeir
hlaupa undan hinstu afleiðingum fræðismíðar sinnar. I báðum tilfellum er
hugtakið sem heimilar aðgerðina 'náttúra: „Náttúran er, hjá Sade jafnt sem
Kant, sjúkdómseinkenni þess sem stendur eftir óhugsað hjá þessum tveimur
hugsuðum hins algilda."19 Með öðrum orðum, í báðum tilfellum er við til-
tekna margræðni hugtaksins að etja, margræðni sem er formgerðarlega
nauðsynleg. Kant skilgreinir fyrst náttúru sem Heild fyrirbæra, fyrirbæra-
veruleika, að svo miklu leyti sem honum er haldið til haga af altækum lög-
um (og hann undir þau settur); síðar meir talar hann hins vegar um aðra,
Náttúru í sjálfri sér, sem ríki siðferðilegra markmiða, sem samfélag allra
skynsamra siðvera. Þannig er sjálf ofgnótt Frelsisins umfram náttúruna (hin
náttúrulega fjötrun orsaka og afleiðinga) aftur náttúruvædd ... Sade sér hins
vegar náttúruna fyrst sem skeytingarlaust kerfi efnis sem, eilífri breytingu
háð, fylgir sleitulaust farvegi sínum, ekki undir neinn utanaðkomandi himn-
eskan húsbónda sett; hins vegar kynnir hann laumulega til sögunnar aðra
gerð af náttúru, er hann staðhæfir að þegar við finnum nautn í að pynda ná-
unga okkar og eyðileggja hann, allt að því að trufla náttúrulega hringrás æxl-
18 Sjá Edward W. Said, „Cosi fan tutte“, Lettre international 39 (Winter 1997), bls. 69-70.
19 David-Menard, Les Constructions, bls. 64.