Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 89
Kant með (eða á móti) Sade
87
unar, framfylgjum við í reynd innstu bón Náttúrunnar. Þessi náttúra er ekki
lengur hin venjulega sinnulausa framvinda hluta „handan Góðs og Ills“,
heldur er þessi Náttúra þegar á einhvern hátt sjálfsveruvædd, orðin að djöf-
ullegri/syndsamlegri tilveru sem skipar okkur að elta ólar við hið illa og njóta
þess að eyðileggja og fórna öllum gerðum siðferðis og samúðar. Er ekki þessi
önnur náttúra - er Lacan vísaði til sem hinnar ,gEðstu Illskuveru" - hinn
sadíski kontrapunktur (eða viðsnúningur) kantísku Náttúrunnar í formi
samfélags sfynsemisvera, ríkis siðferðilegra Markmiða? Margræðnina má
líka orða svo: hvað er það í reynd sem veitir sadísku hetjunni nautn? Er það
einbert „afturhvarf til sakleysis náttúrunnar", hamslaus fylgispekt við lögmál
náttúrunnar sem krefjast líka eyðileggingar, eða er ánægja þrátt fyrir allt inn-
hyrðis tengd siðalögmálinu sem hún brýtur á, svo það sem veitir okkur
ánægju er sjálf vitundin um að við erum að fremja svívirðu? Þessi tvískinn-
ungur sakleysis og svívirðilegrar spillingar er ósmættandi. (Onnur hlið þessa
sama tvískinnungs er hvernig Sade sveiflast til og frá milli sjálfsveruhug-
hyggju (solipsism) um nautnir og gagnhuglægrar (intersubjective) svívirðurök-
fræð i: er punkturinn einvörðungu sá að ég þurfi að virða reisn Hins að
vettugi og smætta hann í tæki til að fullnægja duttlungum mínum, svo að
Hinn sé ekki sjálfsveruvæddur heldur smættaður í ópersónulegt tól, nokkurs
konar sjálfsfróunarauðlynd fyrir mína einsmannsnautn; eða er það svo að ég
fái ánægju einmitt út úr vitundinni um að ég sé að niðurlægja Hinn og valdi
honum óbærilegum sársauka?20) Þannig fylgir bæði hjá Kant og Sade hinni
hlutlausu frumhugmynd um Náttúruna sem skeytingarlaust gangvirki er fari
sinn veg, önnur „siðferðileg" hugmynd um Náttúruna (ofurskynugt ofiir-
hyggilegt ríki siðferðilegra markmiða, hið djöfullega boðorð um að fylgja
hinni illu braut eyðileggingar ...), og, í báðum tilfellum, dylur þessi síðari
hugmynd um náttúruna tiltekin undanhaldstilþrif, flótta undan því að takast
a við hinstu þverstæðu eigin stöðu: hið óhugnanlega hyldýpi frelsisins, án
nokkurrar verufræðilegrar tryggingar í Skipan Verunnar.
VI
Grundvallarmunurinn á Adorno/Horkheimer og Lacan liggur í þeirri stað-
reynd að í augum þeirra fyrrnefndu er Sade sannleikurinn um Kant í þeim
skilningi að hin kantíska siðferðilega formhyggja felur í sér róttæka tækjun
(instrumentalization) alls tilfallandi (,,sjúklegs“) innihalds - sérhver önnur
niannvera, sérhver „náungi“, er smættaður í mögulegan hlut til að beita í
þágu viðurværis sjálfsverunnar - á meðan það er, í augum Lacans, sadíski
2° p. .....
i^ins og Claude Lefort benti á (í riti sínu Ecrire a l'épreuve du politique (París, Calman Lévy, 1992),
bls. 108-10), má greina sömu spennu í misræmi sadískrar kennslufræði: eins þó markmið Sades sé fé-
lagsóhæfur einstaklingur sem notfærir sér aðra sem leiðir til eigin nautnar, er eina færa leiðin til að
koma á fót sh'kum einstaklingi í samfélagi sem hefur „úrkynjast" af trúarbrögðum, ný kennslufræði
sem tjáir viljann til að spilla saklausum ungum stúlkum með því að kynna þær fyrir list óhaminna
nautna. Sadískar hetjur eiga þannig þrátt fyrir allt til að mynda nýtt „upphaflegt" samfélag, lokaðan
urvalsklúbb þeirra sem vígðir hafa verið til nautnakúnstarinnar ...