Hugur - 01.06.2004, Síða 90
88
Slavoj Zizek
öfugugginn sjálfur sem setur sig í stað hlutarins — það er, sem staðsetur sig sem
hreinan nytjahlut í þágu yndis Hins, og yfirfærir á hinn, fórnarlamb sitt, að-
skilnaðinn sem liggur sjálfsveruháttum til grundvallar. I þessu tilliti er sad-
ískur öfuguggaháttur náskyldur þráhyggjuhugsýki með þeim eina (og þó
veigamikla) mun að sadíski öfugugginn er tekur virkan þátt í því að fram-
kalla yndi Hins, á meðan þráhyggjusjúklingurinn er virkur af einmitt þveröf-
ugum ástæðum: til að koma í vegfyrir nautn Hins {pour que fa ne bouge pas
dans l'autre, eins og Frakkar orða það).
Þó er ekki öll sagan sögð. Urslitaspurningin er þessi: verður hið kantíska
siðalögmál þýtt yfir í freudísku hugmyndina um yfirsjálf eða ekki? Ef svarið
er já, þá þýðir „Kant með Sade“ í reynd að Sade er sannleikurinn um kant-
íska siðfræði. Verði kantíska siðalögmálið hins vegar ekki lagt að jöfnu við
yfirsjálfið (þar eð, eins og Lacan sjálfur orðar það á síðustu síðum Málstofu
XI, þá er siðalögmálið jafnt lönguninni sjálfri, á meðan yfirsjálfið nærist ein-
mitt á málamiðlun sjálfsverunnar um löngun sína; með öðrum orðum, sekt-
in sem er haldið við af yfirsjálfinu ber þeirri staðreynd vitni að sjálfsveran
hefur á einhverju stigi svikið eða miðlað málum um löngun sína21), þá er
Sade ekki allur sannleikurinn um kantíska siðfræði, heldur öfugsnúin birt-
ingarmynd hennar. I stuttu máli fer því fjarri að Sade sé „róttækari en Kant“,
heldur leggur hann út af því hvað gerist þegar sjálfsveran svíkur hinn eigin-
lega ósveigjanleika kantískrar siðfræði. Sade er þannig sannleikurinn um
Kant að svo miklu leyti sem við túlkum hið kantíska siðaskylduboð sem
hlutgerðan búnað er stofni til þess sem okkur er skylt (svo að við getum not-
að það okkur til afsökunar: „Hvað get ég gert, skilyrðislausa skylduboðið
segir mér að þetta sé skylda mín!“); hinsvegar, að svo miklu leyti sem skyld-
an sjálf getur ekki þjónað sem afsökun fyrir því að maður geri skyldu sína, er
Sade (sadíski öfuguggahátturinn) ekki lengur sannleikurinn um kantíska
siðfræði. Þessi mismunur skiptir sköpum hvað pólitískar afleiðingar varðar:
að svo miklu leyti sem hvataformgerð „alræðis“-ríkja er öfugsnúin (alræðis-
sjálfsveran tekur sér stöðu hlut-tækis í þjónustu yndis Hins), myndi „Sade
sem sannleikurinn um Kant“ þýða að kantíska siðfræðin hýsi í reynd alræðis-
tilhneigingar;22 hins vegar, að svo miklu leyti sem við álítum að kantíska sið-
fræðin meini sjálfsverunni að taka sér stöðu hlut-tækis í þjónustu yndis Hins
- það er, skori á hann að taka fulla ábyrgð á því sem hann segir Skyldu sína
- þá er Kant and-alræðissinni par excellence ...
Sama gildir og um sjálfan Freud: draumurinn þar sem Irma er sprautuð,
sem Freud beitti sem skýringardæmi á aðferð sinni við að greina drauma, er
draumur um ábyrgð (ábyrgð Freuds sjálfs á misheppnaðri meðferð Irmu) -
þessi staðreynd ein og sér bendir til þess að ábyrgð sé freudísk lykilhugmynd.
En hvernig ber að skilja hana? Hvernig eigum við að forðast hina vanalegu
gildru óheilinda [mauvaisefot) sartrísku sjálfsverunnar sem ber ábyrgð á til-
21 Sjá Zupancic, „Subject of the Law“, ásamt Bernard Baas, Le Désirpur (Louvain, Peeters, 1992).
22 Ef til vill vísar hin vel þekkta kenning Kants, að Skynsemi án innsæis sé tóm en Innsæi án skynscmi
blind, í þessa átt: er ekki hina pólitísku samsvörun að finna í leiðarorðum Robespierres að Dyggð án
Ógnaræðis sé getulaus, en Ógnaræði án Dyggða sé banvæn, þar sem hann ráðist blindur til verka?
i