Hugur - 01.06.2004, Síða 92
það, en hann getur ekki að því gert, það er Skylda hans við Framfarir Mann-
kyns ... Það sem hér verður á vegi okkar er hin réttnefnda perralega afstaða,
að taka upp stöðu hins hreina verkfæris í höndum Vilja Hins: það er ekki á
mína ábyrgð, það er í reynd ekki ég sem er að gera það, ég er aðeins verkfæri
í höndum hinnar æðri Sögulegu Nauðsynjar ... Hið svæsna yndi þessarar
stöðu er framkaUað af þeirri staðreynd að ég lít svo á að ég sé sýknaður af því
sem ég geri: er ekki indælt að geta valdið öðrum sársauka með fiillri vitund
um að ég sé ekki ábyrgur fyrir því, að ég er bara að framfylgja Vilja Hins? ...
Þetta er það sem kantísk siðfræði meinar okkur. Þessi afstaða sadíska öf-
uguggans veitir svarið við spurningunni: Hvernig getur sjálfsveran verið sek
þegar hún uppfyllir bara „hludæga“, utanaðknúna nauðsyn? Með því að gera
huglægt ráð fyrir þessari „hlutlægu nauðsyn" - það er, að finna nautn í því
sem hún er knúin til.24 Þannig er kantísk siðfræði í sinni róttækustu mynd
ekki „sadísk“, heldur einmitt það sem meinar manni að taka sér stöðu sadísks
böðuls. Hvað segir þetta okkur þá um stöðu kuldans hjá hvorum um sig,
Kant og Sade? Niðurstaðan er ekki að Sade haldi sig við harðbrjósta kulda,
á meðan Kant þurfi einhvern veginn að heimila mannlega samúð, heldur er
því einmitt öfiigt farið: það er einvörðungu kantíska sjálfsveran sem er raun-
verulega ísköld (tilfinningalaus), á meðan sadistinn er ekki nógu „kaldur\ „til-
finningaleysi" hans er falskt, agn sem hylur hina yfrið ástríðufullu aðild af
hálfu yndis Hins.
Með uppásnúningi í endann grefiir Lacan þannig engu að síður undan til-
gátunni um „Sade sem sannleikann um Kant“: Það er engin tilviljun að mál-
stofan þar sem Lacan beitti í fyrsta sinn innri venslum Kants og Sades inni-
heldur líka nákvæman lestur á Antígónu, þar sem Lacan dregur údínur
siðferðilegrar athafnar sem tekst að forðast gildru hins sadíska öfuglyndis
sem hins hulda sannleika síns - með því að halda til streitu hinni skilyrðis-
lausu kröfu um sæmandi greftrun bróður síns hlýðir Antígóna ekki skipun
sem niðurlægir hana, skipun sem er mælt úr munni sadísks böðuls... Þannig
eru megináhrif málstofu Lacans um Siðfræði sálgreiningarinnar einmitt rof
vítahringsins „Kant með Sade“. Hvernig er það mögulegt? Þá aðeins að
maður staðhæfi - þvert á Kant - að hcefnin til að langa sé ekki ísjálfri sér„sjúk-
leg". I stuttu máli heldur Lacan fram nauðsyn „gagmýni hreinnar löngunar“:
þvert á Kant, sem lítur á getu okkar til að langa sem gagngert „sjúklega" (þar
eð , eins og hann leggur ítrekað áherslu á, engin fyrirfram tengsl finnist milh
reynsluhlutar og nautnarinnar sem þessi hlutur framkallar í sjálfsverunni),
heldur Lacan því fram að það fyrirfinnist „hrein hæfni til að langa“, þar eð
löngun eigi sér í raun ó-sjúklega, fyrirfram hlut-orsök. Þessi hlutur er vita-
skuld það sem Lacan nefnir objetpetit «.25
Haukur Már He/gason pýddi
24
25
Sjá Alenka Zupancic, Die Ethik des Realett. Kant mit Lacan (Vín, Turia und Kant, 1995).
[Greinin nefnist á ffummálinu „Kant with (or against Sade)“. Hún birtist í The Zizek Reader, ritstj.
El. Wright og Ed. Wright, Oxford: BlackweU, 1999, s. 283-301.]