Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 93
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 91-109
Sigríður Þorgeirsdóttir
Gagnrýni Nietzsches á platonska
frumspekihefð
í ljósi tvíhyggju kynjanna1
»Nietzsche og konur.“ Allar götur síðan Nietzsches var uppgötvaður í lok 19.
aldar hafa konur verið erfiður og vandræðalegur hluti heimspeki hans. Eklu
er hægt að láta sem kvenfyrirlitningin sé ekki til staðar í verki Nietzsches. Það
þarf ekki annað en að líta á hina alræmdu orðskviði í Handan góðs og i/ls til að
yera illilega minntur á kvenhatrið.2 Þessir orðskviðir hans um vitsmunalegan
°g siðferðilegan vanmátt kvenna eru í raun samviskusamleg klifun á hug-
myndum úr hinni fanatísku ritgerð Arthurs Schopenhauers „Um kerlingarn-
ar<<, en Schopenhauer var án efa einn illskeyttasti kvenhatari 19. aldar.3
Þrátt fyrir þessa staðreynd hefiir heimspeki Nietzsches ekki alfarið verið
talin kvenfjandsamleg. Þýskar kvenréttindakonur um og upp úr aldamótun-
Urn 1900 kusu að líta framhjá kvenfyrirhtningunni. Þess í stað fundu þær í
heirnspeki Nietzsches hugmyndafræðilegan stuðning við frelsisbaráttu sína.
Kvenréttindakonurnar Hedwig Dohm, Helene Lange, Lili Braun og Helene
Stöcker, svo nokkrar séu nefndar, töldu hugmyndir Nietzsches um möguleika
mannsins tH að skapa sjálfan sig henta frelsun kvenna. Carol Diethe hefur
§ert ítarlega rannsókn sem sýnir fram á áhrif heimspeki Nietzsches á þessa
aldamótafemínista.4 Hin sérstaka aðlögun þeirra á hugmyndun Nietzsches
hefiir hins vegar ekki verið þróuð áfram þrátt fyrir að síðari tíma femínistar
aðhyllist sambærilegar hugmyndir um frelsun og vaxtarmöguleika mannsins.
í þessari grein þróa ég áfram nokkur atriði úr doktorsritgerð minni, Vis creativa. Kunst und Wahrheit
in der Philosophie Nietzsches, Wúrzburg: Königshausen & Neumann, 1996. Eg skrifaði greinina íyrst
á ensku og birtist hún í Lilli Alanen og Charlotte Witt (ritstj.). Feminist Reflections on the History of
Philosophy, Kluwer Academic Publishers, 2004. Greinin birtist hér lítillega breytt á stöku stað. Eg
2 þakka Janet Borgerson, Lydiu Voronina og Charlotte Witt fyrir yfirlestur og ábendingar.
Friedrich Nietzsche, Handan góðs og ills. Forleikur að heimspeki framtíðar, íslensk þýðing Þrastar Ás-
3 mundssonar og Arthúrs Björgvdns Bollasonar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1994, §§ 232-239.
Arthur Schopenhauer, „Úber die Weiber", Parerga und Paralipomena II/l, Zurcher Ausgabe der
4 Werke, Zúrich: Diogenes, 1977, 667-681.
Carol Diethe, Nietzsches Women: Beyond the Whip, Berlin/New York: de Gruyter, 1996, sérstaklega
„Nietzsche and the Feminists“, 137-165. Sjá einnigTeresa Wobbe, Gleichheit undDifferenz. Politische
Strategien von Frauenrechtlerinnen um die Jahrhundertwende, Frankfiirt am Main: Campus, 1989.