Hugur - 01.06.2004, Page 95
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefl
93
kynjanna á miðöldum. Hún hefur lifað áfram í mismikið útvötnuðum
myndum allt fram á þennan dag. I síðari kenningum er líffræðilegur og
tnenningarlegur munur eiginleika karla og kvenna ákvarðaður á grundvelli
verufræðilegrar tvíhyggju eða andstæðu kynjanna sem er upprunalega að
finna í verki Aristótelesar. Tryggð við þessar hefðbundnu hugmyndir um
kynjamismun er að fmna í heimspeki Rousseaus, Kants, Hegels og Scho-
penhauers, svo aðeins fáir séu nefndir. Þegar Nietzsche er ásakaður um
kvenfyrirlitningu (misogyny) þá er það vegna þess hve tilteknar hugleiðing-
ar hans um kvenleika sverja sig í ætt við slíkar eðlishyggjukenningar. Hann
viðurkennir sjálfur fiislega að svo sé þegar hann lýsir sjálfum sér sem höf-
Undi „sálfræði“ hins „eilífa kvenleika."12
And-eðlishyggja Nietzsches um kynjamismun sem byggist á kenningu
fians um menningarlega mótun manneðlis stendur hins vegar í beinni mót-
Sngn við þessa sálfræði hins eilífa kvenleika. Maðurinn er „hið óskilgreinda
dýr“ („das noch nicht festgestellte Thier“), sem merkir að maðurinn er vera
Sem hefur ekki verið endanlega ákvörðuð.13 Maðurinn er í stöðugri mótun,
Það er ekkert eðlislægt markmið eða telos í aristótelískum skilningi sem karl-
ar eða konur miða að í sínum hlutverkum. Nietzsche er vel þekktur fyrir
^eimspeki mótsagna sinna, eins og Karl Jaspers hefur lýst henni, svo að sú
staðreynd að það er jafnt eðlishyggju og and-eðlishyggju að finna í heim-
sPeki hans um konur þarf ekki að koma á óvart.14
Snúum okkur því að öðru samhengi kenningar Nietzsches um kynjamis-
^aun, en hún tengist gagnrýni hans á hefðbundna frumspeki af ætt bjarg-
fiyggju.15 Hin mótsagnakennda heimspeki hans um konur á sér samsvörun
1 gagnrýni hans á frumspeki og í hugmyndum hans um þessa sérgrein heim-
spckinnar. Rannsókn á þessum mótsögnum er markmið eftirfarandi um-
Qöllunar um heimspeki kvenna í síðheimspeki Nietzsches.16 Ég mun sýna
fiam á hvernig gagnrýni hans á eðlislæga tvíhyggju kynjamismunar nýtist
fi°num í afbyggingu á hefðbundnum frumspekilegum skilningi á sann-
fiika.17 Hugmyndir um kynin sem andstæðupar eru samkvæmt Nietzsche
gtunnur hefðbundinna tvíhyggjupara eins og sannleika og lygi, hugar og
'kama, vitsmuna og tilfinninga. Gagnrýni hans beinist þess vegna að vest-
Friedrich Nietzsche, Ecce Homo, „Hvers vegna ég skrifa svo góðar bækur," § 5, Giorgio Colli og
Mazzino Montinari (ritstj.), Kritische Studienansgabe der Werke Friedrich Nietzsches í 15 bindum, Ber-
13 k'n/New York: deGruyter, 1980, hér eftir KSA, númer bindis og blaðsíðutal, KSA 6, 305.
14 ^riedrich Nietzsche, Handan góðs og ills, § 62,181.
15 ^arl Jaspers, Nietzsche, Berlin/New York: de Gruyter, 1981 (1936).
Sjá greinar mínar „Metaphysik“, í Henning Ottmann (ritstj.), Nietzsche Handbuch, Stuttgart: Metzler,
2000, 281-283, og „Hvað varð um stóru spurningarnar?", Lesbók Morgunb/aðsins, 27. apríl, 2002,
16 f~n-
takmarka þessa um^öllun að mestu leyti við síðverk Nietzsches, þ.e.a.s. við skrif sem hann lét eft-
ir sig og rit sem komu út á eftir Svo mcelti Zarapústra. Ástæðan er sú að þar fæst hann einkum við þau
17 Yanc^amál sem hér verða tekin til umfjöllunar, þótt einnig sé að finna vísi að þeim í fyrri ritum hans.
í gagnrýni Nietzsches á frumspekilegar hugmyndir um sannleika og hlutlægni er að frnna ýmis stef
sem cnduróma í síðari tíma femínískri þekkingarfræðilegri gagnrýni sömu hugtaka. Sh'k gagnrýni
^yggir ekki nauðsynlega á heimspeki Nietzsches þótt niðurstaðan geti verið svipuð. Sjá t.d. Lorraine
Code, What Can She Know? Feminist Theory and the Construction of Knowledge, Ithaca: Cornell Uni-
versity Press, 1991.