Hugur - 01.06.2004, Side 97
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefb
95
sína eigin heimspeki innan þessarar stefnu.22 Hér á eftir mun ég bera sam-
an viðleitni Nietzsches og Derridas til að vinna sig út úr hefðbundinni frum-
speki. Helsta markmið mitt er að ráða fram úr hvernig Nietzsche spyrðir
saman spurningar um frumspeki og spurningar um mismun kynjanna.
Stuðst verður við túlkun Derridas til að varpa skærara ljósi á hvernig frum-
spekileg tvíhyggja er skilgreind í ljósi kynjamismunar í verki Nietzsches.
Víðara samhengi þessarar umfjöllunar er hugleiðing um hvernig tiltekinn
skilningur á konum (sem verum með ákveðna eiginleika) hefur verið ríkjandi
í hinni vestrænu heimspekihefð og hefur nýst til að gildislækka konur og
retdæta misrétti kynjanna. Það er því athyglisvert að sjá hvernig Nietzsche
gerir þessa eiginleika, sem hafa oftast verið taldir neikvæðir, gildandi á nýjan
kik sem jákvæð fyrirbæri. Með þessu ætlar Nietzsche sér hins vegar ekki að
gddishækka konur almennt. Það vakir ekki fyrir honum að kollvarpa skiln-
lngi á eiginleikum sem hafa verið eignaðir konum í þeim tilgangi að uppræta
kvenfyrirlitningu. Skotskífa gagnrýni hans er tvískipting mannsins í sál og
iíkama, tilfinningar og vitsmuni. Kynjatvíhyggja vestrænnar menningar hef-
Ur verið samstofna þessari tvíhyggju og stigskiptingu mannverunnar í „æðri“
(karllega) og „lægri“ (kvenlega) hluta. Með því að hafna stigskiptingu hins
karllega og hins kvenlega býr Nietzsche hins vegar í haginn fyrir femíníska
gagnrýni tvíhyggju og eðlishyggju.
Viðleitni Nietzsches til að tengja vitsmuni og líkamleika hefur hins vegar
ekki alltaf mætt skilningi. Hann hefur sætt gagniýni fyrir það að gera líkam-
leika of hátt undir höfði á kostnað vitsmuna. Það tengist sannleiksgagnrýni
kans á þann hátt að ætla megi að hann ofmeti hið líkamlega og tilfinninga-
^ega sem tengjast „lygi“ og vanmeti vitsmuni, sál og hug sem tengjast „sann-
leika“ samkvæmt tvíhyggju-frumspekikenningum um sannleika og lygi. Þess
Vegna hefur afbygging Nietzsches og Derridas á frumspekilegum sannleiks-
kenningum velt upp þeirri spurningu hvort sannleiksgagnrýni þeirra leiði til
andskynsemishyggju (Irrationalismus). Á 9. áratugnum setti Jurgen Ha-
ermas fram slíka gagnrýni á heimspeki þeirra beggja í samhengi umræðu
^na þá átti sér stað um póstmódernisma innan heimspekinnar.23 Að dómi
‘ hibermas var Nietzsche faðir póstmódernískrar heimspeki, sem einkennd-
jst nðru fremur af afstæðishyggju um sannleika og listrænu viðhorfi til lífs-
lns- Hann taldi Derrida síðan vera helsta boðbera þessarar stefnu innan
Auðkcnning á þessari stefnu sem heimspeki sem yfirbugi frumspekina kcmur frá Martin Heidegger.
Hann reyndi sjálfiir einnig að sýna fram á takmarkanir þeirrar frumspekihefðar sem Platon kom á
legg. Viðleitni Heideggers gekk hins vegar ekki út á að segja skilið við frumspeki heldur að umbreyta
henni með heimspeki sinni um vcruna. Sjá Martin Heidegger, „Unterwegs zur Sprache*4, Voríráge und
23 Aufiátze, Pfullingen: Neske, 1959,109.
24 Jhrgen Habermas, Derphilosophische Diskurs der Modeme, Frankíurt am Main: Suhrkamp, 1986.
Habermas telur list- eða fagurhyggjuna lenda út í andskynsemishyggju vegna þeirrar áherslu sem Ni-
etzsche leggur á „vímu“, samband við tilfmningar og tengsl við hið líkamlega í lýsingu sinni á hinu
ðíonýsíska eðli heimspeking sins. Habermas byggir þessa afstöðu sína einkum á hinni síðrómantísku
^istkenningu Nietzsches sem hann setti fram í frumverki sínu Fœðingu harmleiksins. í því verki er list-
ræn sköpun í aðalhlutverki. í síðari verkum Nietzsches, sem hér er einkum stuðst við, hefur Nietzsche
gefið þá von upp á bátinn að listin sé eina von um endurnýjun menningar, eins og hann gerði í Fœð-
lngu harmleiksins. í stað þess telur hann að listræn, heimspekileg hugsun geti verið helsti farvegur fyr-
lr «Ur^breytingu gilda“.