Hugur - 01.06.2004, Page 99
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefl
97
kven- og karlímyndum til þess að koma ákveðnum hugmyndum á framfæri
um díonýsíska lífssýn. Þess vegna virðast eðlishyggjuhugmyndir Nietzsches
um kynin oft vera tilbúnar klisjur. Enda er augljós sterkur írónískur undir-
tónn í staðhæfingum eins og þeirri þegar Nietzsche segist vera höfimdur sál-
fraeði hins „eilífa kvenleika.“ Hann bætir við að kenningar hans séu bara
sannleikur hans, sem merkir að þær séu túlkanir hans.25 Grundvallarkenn-
mg hans um þekkingu sem túlkun grefur þess vegna undan verufræði eðlis-
^sgs kynjamismunar sem hér birtist. Slíkar auðkenningar á kynjamismun
lýsa ekki staðreyndum, en eru túlkanir. Af þeim sökum hefur hin pragmat-
íska kenning Nietzsches um þekkingu verið kölluð sjónarhornshyggja. Þekk-
lng fer eftir því sjónarhorni sem litið er á hlutina frá.
Þrátt fyrir að eðlishyggja um kynjamismun fái ekki staðist í þessari kenn-
lngu er ekki hægt að álykta að ekki sé mark takandi á kvenfjandsamlegum
Vlðhorfum Nietzsches. Það þarf ekki að vera eðlishyggjusinni til þess að vera
andsnúinn kvenréttindabaráttu eins og hann var og sem birtist m.a. í hinum
hvassyrtu fullyrðingum hans um kvenréttindakonur. Nietzsche bar ekki
skynbragð á baráttu kvenna fyrir jafnrétti fremur en hann fann til samkennd-
ar með baráttu verkalýðs fyrir mannsæmandi launum og vinnuaðstæðum.
Sem talsmaður samfélagslegs stigveldis óttaðist hann að hreyfmgar sem
kreQast jafnréttis myndu leiða til útvötnunar á mismun og til múgmenning-
ar- Nietzsche var and-jafnréttissinni, en við verðum líka að hafa í huga að
styrkur hans sem heimspekings fólst mun síður í pólitískum hugleiðingum
hans en í greiningu á hugarfari og sálarástandi nútímamannsins á tímum
tómhyggju. Af þeim sökum hafði hann minni áhuga á að baráttu femínista
fyrir jafnrétti en á að lýsa því sem hann taldi vera hugarástand þessara
hvenna. Megin ásökun hans gegn kvenréttindakonum þessa tíma er að þær
hafi reynt að líkjast körlum. Það er ekkert frumlegt við þá skoðun, heldur er
hún einungis dæmigerð fyrir kvenhatara við lok 19. aldar. Þess konar létt-
Vægar staðhæfingar Nietzsches gefa meira af sér þegar litið er á þær í sam-
hengi við gagnrýni á sannleika og skynsemishyggju. Að hans dómi leitast
kvenréttindakonur við að apa eftir skynsemishugsun sem er að draga mátt úr
evr°pskum körlum. Hann lítur svo á að sú tegund kynjajafnréttis sem kven-
rettindakonur þessa tíma stefni að feli í sér afneitun á kvenlegum eiginleik-
Urn- Þessir eiginleikar eru lífsnauðsynlegir til þess að bæta upp og leiðrétta
Vltsmuni sem Nietzsche telur að séu orðnir geldir vegna þess hversu mikið
UaPP hefur verið lagt á í hinni vestrænu heimspekihefð að afneita kvenleg-
Urn þáttum. Gagnrýni Nietzsches á þessa skertu tegund vitsmuna, sem hef-
Ur þróast innan vestrænnar heimspeki allt frá dögum Platons, gengur út frá
'tósjukenndri ímynd kynjamismunar. Konan hefur í þessari hefð verið tákn-
gervingur hins náttúrulega, líkamlega og tilfmningalega og karlinn tákn-
gervingur hreinnar rökhugsunar. Kvenfjandsamleg viðhorf hafa leitt til þess
a þau einkenni sem talin hafa verið kvenleg hafa verið niðursett en hinum
arllegu hefiir verið hampað. Þetta hefur leitt til skertra hugmynda um vits-
25
I'nedrich Nietzsche, Handan góðs og ills, § 22,116.