Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 101
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefl
99
lífssýn Nietzsches (sem ég hef lýst sem póst-frumspekilegri kenningu um
grundvallarlögmál lífsins) og aíbygging Nietzsches á tvíhyggjulíkani um
sannleika. Það má vera að Derrida líti fram hjá Baubo í túlkun sinni vegna
þess að hin díonýsíska lífssýn sem hún stendur fyrir, eins og komið verður að
síðar, gefur tilefni til að halda að Nietzsche hampi nýjum sannleika um
hinstu lögmál bfsins í anda hefðbundinnar frumspeki. Það passar ekki við
skilning Derrida á heimspeki Nietzsches. Að hans mati er slíka miðju ekki
að finna í henni og hún hefur ekki að geyma hinstu rök um lífið. Lítum því
nanar á hvernig Baubo tákngerir frumspekilegan sannleika Nietzsches.
Náttúrulegfrumspeki: Baubo og hið díonýsíska
Hugum fyrst að þeirri hlið Baubo sem tákngerir kenningu um sannleika sem
er andstæð bjarghyggju. Baubo birtist fyrst sem afbrigði við kvenímynd sann-
leikans sem lætur ekki klófesta sig: „Kannski er sannleikurinn kona sem hef-
Ur ástæður til að láta ekki sjá í ástæður sínar? Kannski er nafn hennar - svo
töluð sé gríska - Baubo?“29 Lítum síðan á ímynd Baubo sem kvenímynd hins
díonýsíska, sem er meginkenning síðheimspeki Nietzsches. Hið díonýsíska er
Samnefnari fyrir höfuðkenningar hans, endurkomukenninguna og kenning-
Una um viljann til valds, hina eilífu hringrás tilurðar og tortímingar, hringrás
lífsins, fæðingar og dauða.30 (Hið díonýsíska er lögmál h'fsins - þessi heim-
speki tilheyrir hefð Lebensphilosophie, lífsheimspekinnar.31) Samkvæmt Ni-
etzsche er hið díonýsíska enn fremur lögmál hinnar „skiljanlegu gerðar“
f eimsins.32 Til þess að undirstrika að megin kenningar hans séu tilgátur tal-
ar hann venjulega um þær á þann hátt, eins og t.d. „hvað ef heimurinn væri
Vllji til valds og ekkert annað en það.“33 Þrátt fyrir að þessar kenningar séu
fns sannleikur notfærir hann sér engu að síður hefðbundin frumspekileg
nugtök til þess að lýsa honum. Hann fullyrðir til dæmis að við verðum að gefa
Uílnu sem verðandi nafn eða „auðkenni verunnar."34 Hann gerir þar að auki
sem hann getur til þess að sanna hina díonýsísku tilgátu sína með því að
renna náttúruvísindalegum stoðum undir hana. A undanförnum árum og ára-
30 tVicxlnch Nietzsche, Diefröhliche Wisscnschaft, formáli, § 4, KSA 3,352.
Nietzschc segir vilja- og endurkomukenninguna vera meginlögmál lífsins sem náttúrulegt fyrirbæri.
Hann gefiir þessum kenningum tilvistarlega vídd með því að fullyrða að þær séu einnig hugsjón. Hin
eilífa endurkoma viljaferla er nokkurs konar „tilvistarlegt skylduboð." Sbr. Bernd Magnus, Nietzsche's
Existential Imperative, Bloomington: University of Indiana Press, 1978. Endurkomukenningin á að
hjálpa manninum að sætta sig við og sigrast á því að lífið hafi ekki innbyggða merkingu eða tilgang.
IJað aftur á móti opnar upp nyja möguleika og þess vegna á endurkomuhugsunin að vera hvati að
skapandi h'fsafstöðu. Með þessa hugsjón að vopni telur Nietzsche unnt að vinna bug á tómhyggju og
31 ^gangsleysi.
Helstu höfimdar lífsheimspekinnar auk Nietzsches eru Arthur Schopenhauer, Henri Bergson og Ge-
org Simmel. Björg C. Þorláksson var undir miklum áhrifum lífsheimspekinnar. Sjá Sigríður Þorgeirs-
‘dóttir, „Að koma Björgu á kortið. Heimspeki Bjargar C. Þorláksson í evrópsku samhengi", Sigríður
32 p ^na ^istmundsdóttir (ritstj.), Björg. Verk Bjargar C. Þorláksson, JPV, 2002,159-182.
33 '^drich Nietzsche,/(fwjí/Vj von Gut und Böse, § 36, KSA 5, 55 (mín þýðing).
34 Handan góðs og ills, 142.
npem Werden den Charakter des Seins aufzuprágen - das ist der höchste Wille zur Macht." Eftir-
látin skrif, KSA 12, 312.