Hugur - 01.06.2004, Page 103
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefl
IOI
hann að endurheimta lífsskilning sem glataðist í umskiptunum frá goð-
sagnakenndri heimsmynd til heimssýnar skynsemis- og rökhyggju í forn-
grískri heimspeki.
Við hittum Baubo fyrir í ljóðum Hómers þar sem hún er aukapersóna í
sógunni um Demeter, móður jörð. Demeter hefur glatað lífslönguninni og
syrgir sína ástkæru dóttur Persefónu sem er horfin til dauðaheima. Baubo er
Þjónustustúlka, en nafn hennar vísar til kynfæra kvenna. Baubo hressir hina
hryggu Demeter við með alls kyns klúrum bröndurum. Hún sýnir Demeter
að dóttir hennar muni endurfæðast með því að lyfta pilsi sínu og úr skauti
hennar kemur höfuð Díonýsosarbarnsins. Baubo hlær þegar hún sýnir sig
svona og Demeter líka sem lætur huggast við þetta fyrirheit um endurkomu
°g endurfæðingu dóttur sinnar. Með þessum gjörningi lýsir Baubo örlögum
Persefónu sem er tákn hringrásar náttúrulegra ferla. Persefóna kemur á vor-
m og fer aftur til dauðaheima þegar vetrar. Baubo sýnir og tekst að sannfæra
^emeter um að dóttir hennar muni snúa aftur.
Baubo afhjúpar sjálfa sig þegar hún sviptir sig blæjunni og sýnir sig Dem-
etcr. Nietzsche skrifar samt að afhjúpunin birti ekki einhvers konar frum-
spekilegan sannleika sem væri bjargið sem heimssýn hans byggir á. Hann
skrifar: „Við trúum ekki lengur að sannleikur verði áfram sannleikur þegar
maður sviptir hann blæjunni.“40 Svo þrátt fyrir að afhjúpun Baubo sýni hinn
j^íonýsíska „sannleika“ um lífið sem endalausa hringrás tilurðar og tortím-
mgar þá getur sá sannleikur ekki verið sagður bjargfastur. Þetta er, eins og
'lletzsche fullyrðir oftlega, aðeins minn sannleikur, mín eigin túlkun á
grundvallarlögmálum lífsins.
Gjörningur Baubos er listræn túlkun þessarar frumspeki. Hann er mynd-
Uverfmg sem sýnir nauðsyn listrænnar sköpunar sem þann þátt heimspeki-
eSrar hugsunar er styrkir manninn í lífi sínu. Díonýsísk, listræn heimspeki
a þess vegna samkvæmt Nietzsche að bjóða upp á sýn á mann sjálfan og líf
manns á sama hátt og Baubo opnar hinni hryggu Demeter aðra sýn á h'fið
Sem huggar hana og hjálpar henni að fagna lífinu. Þetta er sannleikur listar-
mnar sem gefur Nietzsche síðan tilefni til þeirrar staðhæfingar að sanngildi
Sannleika miðist við það sem styrki lífsviljann eða viljann til valds.
Slfk afstaða útilokar sannleiksviðmið til að meta sanngildi önnur en
j agnýt viðmið í þjónustu lífsins. Engu að síður ljær Nietzsche birtingu Bau-
0s á hinum díonýsíska sannleika gildi „hinstu raka.“ Þessi hlið gjörnings
^aubo tekst á við aðrar fullyrðingar Nietzsches um hana. Ef gjörningur
ennar er sambærilegur æðsta sannleika um lífið hvernig getur hún þá í
Sama gjörning haft „ástæður til að láta ekki sjá í ástæður sínar“? Hvernig
Setur Baubo í sömu svipan afhjúpað sig og hulið ástæður sínar? Hægt er að
j ýra þessa mótsögn á eftirfarandi hátt: Með Baubo reynir Nietzsche að
ysa upp tvískiptingu afhjúpunar og blæju eða tvíhyggju veru og sýndar-
|jeru- Afhjúpun Baubo sýnir ekki „nakinn“ grundvallarsannleika. Nekt
ennar er einnig blæja eins og tvíræðni þýska orðsins blygðun (Scham) ger-
•40
’. ir glauben nicht mehr daran, dass Wahrheit noch Wahrheit bleibt, wenn man ihr die Schleier ab-
zieht. Friedrich Nietzsche, Diefröhliche Wissenschaft, Formáli, § 3, KSA 3, 352.