Hugur - 01.06.2004, Side 105
Gagnryni Nietzsches áplatonska frumspekihefð
103
Sem „síðasta frumspekilega hugsuðinum" sem sé afsprengi platonsku hefðar-
mnar og jafnframt lokapunktur hennar. Það sem vakir fyrir Heidegger með
því að staðsetja Nietzsche með þessum hætti í sögu vestrænnar frumspeki er
að sanna hvernig honum sjálfum með heimspeki sinni um veruna takist að
hefja sig upp yfir bjarghyggju og tvíhyggju frumspekihefðarinnar. Heidegg-
er lítur framhjá því hvernig Nietzsche leysir upp tvíhyggjukerfi eins og
myndin af Baubo sýnir. Með því að losa okkur við heim verunnar losum við
°kkur einnig við heim einberrar sýndar, eins og Nietzsche skrifar.45 Gjörn-
mgur Baubos tjáir ómöguleika bjarghyggjuviðmiða um sannleika. Það sem
meira máli skiptir þá leiðir hið díonýsíska lögmál verunnar sem Baubo
stendur fyrir, hin eilífa endurkoma viljaferla, til fjölhyggju-verufræði.46 Fjöl-
^yggju-verufræði felur í sér upplausn á tvíhyggju sem viðmiðunarkerfi og
merkir því að viljaferli geti þróast á margbreytilegan hátt. Ef Nietzsche sneri
emungis hinni hefðbundnu platonsku tvíhyggju á haus, eins og Heidegger
Segir hann gera, þá myndi hann einungis skipta út þeim eiginleikum sem
hafa verið tengdir körlum (huga, rökhugsun, sannleika) fyrir eiginleika sem
hafa verið tengdir konum. Markmið Nietzsches er víðara en það. Hann vill
fymeina þessa eiginleika sem hafa verið taldir andstæður. Hinn díonýsíski
ðstamaður framtíðarinnar á að holdgera þá hugsjón.
Derrida setur upplausn andstæðu kynjamismunar í kenningu Nietzsches
eins og áður sagði í samhengi við fræðilega umræðu samtímans um kynin.
^egar hann fullyrðir að höfnun tvíhyggjukerfa opni leið að fjölhyggju um kyn-
gervi hefur kenning hans beinar afleiðingar fyrir femínískar kenningar um
kynjamismun. Jane Gallop hefur sýnt fram á í skrifum sínum með hvaða hætti
Þessar hugmyndir Derrida tengjast femínískum fræðum áttunda áratugarins.
ar varðar mestu að túlkun hans felur í sér gagnrýni á kenningar um kynjamis-
mun sem ákvarði „konur“ sem hóp með sameiginlega eiginleika.47 Alhæfing-
ar um innbyggða eiginleika kvenna er t.d. að finna í vissum afbrigðum femín-
lskrar siðfræði sem gera ráð fyrir kvenlægri siðferðilegri afstöðu. Kenningar af
Pessum toga eru samfélagsleg eðlishyggja sem felur í sér að konur eigi sameig-
'ulega sérstakt samfélagslegt eðli. Sh'kar kenningar hafa verið gagnrýndar fyrir
að viðhalda hugmyndum um eðli kynjanna sem hafi í gegnum tíðina nýst til
a viðhalda kynjamisrétti. í ljósi afbyggingar Derrida þóttu slíkar kenningar
SteyPa konur um of í sama mót og h'ta fram hjá fjölbreytileika kvenna.48
En snúum aftur að spurningunni hvort beri að skilja heimspeki Nietzsches
Sem hreinan umsnúning á platonisma eins og Heidegger reynir af öllum
mætti að sýna fram á.49 Ég held því fram að sú staðreynd að Nietzsche grafi
Riedrich Nietzsche, Götzendammerung, „Hvernig hinn ‘sanni heimur’ varð að loks að uppspuna",
46 kSA 6, 81.
Hér gefst ekki tækifæri til að gera nánari grein fyrir viljakenningu Nietzsches sem fjölhyggju-veru-
47 ræði. Eg vísa þess í stað í túlkanir W. MiiUer-Lauter og G. Abel.
48 Gallop, „Women in Spurs and Nineties Feminism", í Derrida and Feminism, 7-20.
, lns vegar ber að hafa í huga að alhæfingar um samfélagslegt eðli lcvenna voru að hluta til drifnar
áfram af pólitískri baráttu. Hún fólst í að gera reynsluheim kvenna sýnilegan og benda t.d. á siðferði-
49 5S* vægi umhyggju.
j* nánari greiningu á Nietzsche-túlkun Heideggers í Wolfgang Múller-Lauter, Heidegger und Ni-
e*zsche, Berlin/New York: de Gruyter, 2000.