Hugur - 01.06.2004, Page 107
Gagnrýni Nietzsches áplatonska frumspekihefl
105
verkum hans en þá voru honum hugleiknar vangaveltur um heimspekinga
framtíðarinnar sem hafa varpað af sér oki frumspekilegra sannleiksviðmiða.
Blanda heimspeki og listar einkennir jafnframt skrif Nietzsches sjálfs. Þar er
að finna skáldlegan jafnt sem fræðilegan stíl og röksemdafærslur. Hann not-
ferir sér eftir megni vísindalegar niðurstöður til að renna stoðum undir eig-
lr> kenningar sem hann rökstyður einnig á heimspekilegan hátt. Vegna hins
náttúruvísindalega inntaks fiillyrðir hann að kenning hans um heimspeki-
ljstamanninn, sem hann vann að í síðverki sínu, sé „lífeðlisfræði listarinnar".
A síðustu áratugum 19. aldar var h'feðhsfræðin talin vera grunnvísindi.52
Megin viðfangsefni lífeðlisfræði listarinnar er „lífeðlisfræði listamannsins“.53
Grunnhugmyndin er sú að heimspekingurinn geti ekki einungis reitt sig á
rökvitið heldur verði hann einnig að opna sig fyrir skynrænni reynslu. Nietz-
sche eykur við lýsingu á skynreynslu hins díonýsíska lista-heimspekings með
því að taka upp þráð úr Fæðingu harmleiksins, nefnilega hugmyndina um
díonýsíska vímu. Víma merkir hér listrænt ástand sem einkennist af víkkun
a skynjun og vitund. Heimspekingurinn á í senn að vera maður „rökvits“ og
Þess sem er „annað en rökvit“, svo notuð sé útskýring Habermas á hinum
skynrænu og vímukenndu þáttum í lýsingu Nietzsches á forsendum dí-
0lfysískrar listaheimspeki.54 Nietzsche sveiflast í afstöðu sinni til þessara
þátta í hinni mótsagnakenndu mynd af hinum díonýsíska lista-heimspek-
mgi. I eftirlátnum skrifum frá 1888 nær listin yfirhöndinni. Hann gerir list-
lna að farvegi umbreytingar gilda vegna þess að hin hstræna skynjun á að
vera fær um að brjóta upp storknuð mynstur skynjunar og opna þannig fyrir
aðra og breytta sýn á veruleikann. Vegna þess hve Nietzsche leggur mikla
áherslu á hinar skynrænu og vímukenndu hliðar díonýsíska listaheimspek-
lngsins telur Habermas að kenning hans villist út í fagurfræðilega andskyn-
Semishyggju. Eg hef hins vegar reynt að sýna fram á að sú skoðun sé einsýn
Vegna þess að Habermas einblínir á hina hstrænu hlið og lítur fram hjá hinni
rökrænu hlið í lýsingum Nietzsches á listaheimspeki sem er einnig að finna
1 síðverki hans.55
Nietzsche var vel lesinn í lífeðlisfræði þessa tíma. Hann studdist t.d. við lífeðlisfræðikenningar Claude
^ernhard og Wilhelm Roux er hann þróaði sína eigin heimspeki og lífeðlisfræði líkamans. Sjá Sig-
53 ríður Þorgeirsdóttir, Vis creativa. Kunst und Wahrheit in der Philosophie Friedrich Nietzsches, 4. kafli.
54 Fiiedrich Nietzsche, Götzendámmerung, „Yfirreið ótímabærs manns“, § 8, KSA 6,116.
Jiirgen Habermas, „Eintritt in die Postmoderne: Nietzsche als Drehscheibe“, í Der philosophische
5s Diskurs der Moderne, 127.
Þessi gagnrýni Habermas beinist einnig að Derrida sem hann ásakar fyrir að má út skilsmuninn á
skáldskap og heimspeki. Það yrði of langt mál að gera frekari grein fyrir gagnrýni Habermas á Derr-
fda í samhengi umfjöllunar hans um Nietzsche. Ég tel að mín greining á heimspeki Nietzsches í ljósi
gagnrýni Habermas nýtist að einhverju leyti sem grunnur til að greina fullyrðingar Habermas um
andskynsemishyggju í heimspeki Derrida. Christopher Norris hefur rýnt í Derrida-túlkun Haberm-
as 1 nDeconstruction, Postmodernism and Philosophy: Habermas on Derrida", í Praxis Intemational
1989/8, 426-446. Norris andmælir þar ýmsu sem Habermas segir um Derrida í The Philosophical
Discourse of Modemity. Samkvæmt Norris er ekki hægt að skilja afbyggingu einungis sem afbrigði af
hugsun sem er í andstöðu við heimspekilega arfleifð Upplýsingarinnar, eins og Habermas virðist
halda. Afbygging felur heldur ekki í sér að ekki sé lengur unnt að greina milli heimspeki og skáld-
skapar. Habermas er ófær um að sjá að Derrida er að kljást við heimspekileg vandamál jafnvel þegar
^ann kryfúr tiltekin brögð mælskulistar eða skáldskapar sem virðast grafa undan heimspeki sem rök-
semdafærslu og rökgreiningu. Það sama væri hægt að segja um skáldskapinn í heimspeki Nietzsches.