Hugur - 01.06.2004, Síða 108
io6
Sigríður Þorgeirsdóttir
Það vakti fyrir Nietzsche að sameina eiginleika sem hafa í vestrænni hug-
myndasöguhefð verið eignaðir körlum annars vegar og konum hins vegar.
Hann ruddi braut fyrir gagnrýni á einhliða skilgreiningu á vitsmunum sem úti-
loka vitsmunalegt innihald tilfinninga og skynreynslu. Gagnrýni hans er und-
anfari 20. aldar kenninga sem viðurkenna að það geta búið tilfinningar í rök-
viti á þann hátt að rök geta verið rakin til skoðana sem fela í sér tilfinningalega
afstöðu til málefna. Tilfinningar eða geðshræringar aftur á móti hafa vits-
munalegt inntak að því leyti sem þær byggja á skoðun eða afstöðu á því sem
þær bregðast við. A þann hátt má segja að Nietzsche hafi átt drjúgan þátt í að
„kvengera" bæði skilning á vitsmunum og frumspeki. Með orðalagi alþýðusál-
arfræði samtímans má segja að hann hafi verið boðberi fjölgreindar, þ.e. víð-
tækari skilnings á vitsmunum. Hann vildi einnig segja skihð við frumspeki sem
einskorðaðist við „meta“ eða yfirskilvitleg eða yfirnáttúruleg stig veruleikans
(sbr. Metaphysik). Hann tók frumspeki niður á jörðina og taldi líkamleika
mannsins í víðasta skilningi vera forsendu hugsana og athafna.56 Jafnframt
taldi hann h'kamann miðla reynslu sem gemr veitt frumspekilega innsýn.
Reynsla af tímaleika líkamans, sem gerir vart við sig í ýmis konar hkamlegum
rytmum, gerir okkur meðvituð um að við emm hluti af eih'fri hringrás náttúm-
legra ferla. Skynjun okkar á því hvernig líkaminn eldist og hrörnar færir okk-
ur heim sanninn um endanleika mannlegrar tilvem. Það gerir okkur þess vit-
andi að tíminn er framvinda og máttugasta afhð í mannlegu lífi. Ahar þessar
staðreyndir um hvað það merkir að vera endanleg vera em díonýsískur sann-
leikur um mannlega tilvist sem náttúrulegt fyrirbæri að mati Nietzsches.
Nietzsche heillaðist einnig af undri getnaðar og einkum fæðingar. Hann
áleit að með myndhverfingu fæðingarinnar (eins og hann skildi fyrirbærið)
væri best hægt að lýsa hinu díonýsíska vegna þess að fæðingin nær öfganna
á milli á sviði mannlegra tilfmninga, allt frá skerandi líkamlegum sársauka
til alsælu. Því fer samt fjarri að hann teldi að konur kæmust nær lífskvik-
unni og hefðu dýpri frumspekilegan skilning vegna möguleika þeirra til að
fæða barn. Hann hafði ekki áhuga á fæðingu sem raunvemlegu fyrirbæri
heldur einungis sem myndlíkingu til þess að tjá eðli hins díonýsíska. Hann
notfærði sér líkingamál fæðingarinnar til að auka skilning á reynslu af lífs-
kraftinum og átakakenndu samspih þjáningar og sælu. Hann hefur fæðing-
una upp á plan hstrænnar sköpunar. Þess háttar göfgun á fyrirbæri eins og
fæðingunni er, svo notuð séu orð Fox-Keher, „karhegt eignarnám á kven-
legri kynsæld.“57 Garðar Baldvinsson sem ritar inngang að íslenskri
þýðingu sinni á Sporum ásakar einnig Derrida fyrir „að leggja undir sig kon-
una sem hverja aðra nýlendu.“58 Nietzsche og Derrida gera sér báðir mat úr
kyneiginleikum kvenna. Það sem skýtur skökku við er að þeir gera kyn- og
æxlunareiginleika karla ekki á sama hátt að heimspekilegu viðfangsefni.
56 Viðleitni hans til að lýsa líkamlegri reynslu sem þeirri stöðu sem hugsanir og athafnir mannsins eiga
sér upphaf í er undanfari fyrirbærafræðilegrar greiningar líkamaleika eins og t.d. Maurice Merleau-
Ponty og Simone de Beauvoir ástunduðu síðar meir. Sjá Sara Heinamaa, Towards a Phenomenology of
Sexual Difference, Rowman &. Littlefield, Lanham, 2003.
57 Evelyn Fox-Keller, Secrets ofLife. Secrets ofDeath, New York/London: Routledge, 1992, 50.
58 Garðar Baldvinsson, „Meyjarhaft Derrida", inngangur að Sporum, 30.