Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 113
Heimspeki sem lífsmáti
iii
siðgæði sem hin einu sönnu gæði, [...] þá væru borgríkin full ham-
ingju, frjáls undan því sem vekur þjáningu og ótta, uppfull af öllu því
sem vekur andlega gleði og ánægju, svo að ekki ein einasta andrá
væri svipt hamingjusömu lífi og allan ársins hring ríkti hátíð.
I þessum texta eftir Fílon frá Alexandríu,2 sem er undir áhrifum frá stóu-
sPeki, má glögglega sjá eitt mikilvægasta einkenni síðgrískrar og rómverskr-
ar heimspeki: hún er lífsmáti. Þar með er ekki sagt að hún sé einungis fólg-
ln í siðferðilegri breytni einni - enda vægi þess að virða náttúruna fyrir sér
bersýnilegt í texta Fílons - heldur er hún háttur á því að vera til í heiminum,
veruháttur sem ber að iðka á hverri stundu og á að gjörbreyta lífinu öllu.
Orðið eitt, philosophia eða ástarspekt, nægði fornaldarmönnum til að tjá
þennan skilning á heimspekinni. í Samdrykkjunni hafði Platon sýnt að Só-
krates, ímynd heimspekingsins, mætti líkja við Eros, sem var sonur Pórosar
(úrræða) og Peníu (fátæktar). Hann skorti spekt en vissi hvernig ætti að verða
Ser úti um hana. Þannig birtist heimspekin sem þjálfun hugsunarinnar, vilj-
ans °S gjörvalhar tilverunnar í því skyni að öðlast spekt, þ.e. að komast í visst
astand sem væri í raun á einskis manns færi. Heimspekin var aðferð til að
taka andlegu m framförum er krafðist sinnaskipta og gerbreyttra h'fshátta.
Hún var því h'fsmáti í viðleitni sinni og æfingum til að öðlast spekt en jafn-
framt í endimarki sínu, sjálfri spektinni. Því spektin veitir ekki aðeins þekk-
lngu heldur leiðir hún einnig til nýs „veruháttar". Hið göfuga og þversagna-
kennda við fornaldarheimspeki felst í því að hún er í senn meðvituð um að
sPektina sé ókleift að öðlast en þó sannfærð um nauðsyn þess að sækjast eft-
lr andlegum framförum. Eins og Quintilianus sagði: „Stefna ber að hinu
®ðsta: slíkt gerðu flestallir fornmenn. Þótt þeir teldu sig enn aldrei hafa hitt
fyrir sannkallaðan speking héldu þeir áfram að kenna lærisetningar spektar-
lnnar.“3 Það var vitað mál að spektinni yrði aldrei náð sem endanlegu og var-
anlegu ástandi en þeir vonuðust að minnsta kosti til að öðlast hana á vissum
nappastundum; hún var yfirskilvitlegt viðmið sem leiddi athafnir þeirra.
^pektin var lífsmáti sem veitti sálarró (ataraxia), innra frelsi (autarkeia) og
alheimsvitund. Heimspekin var fyrst og fremst kvíðameðferð. Þetta stef er
anðfundið hjá Xenókratesi,4 lærisveini Platons, Epikúrosi5 og stóumönnum6
en hjá efahyggjumönnum er að fmna þessa fögru líkingu: „Hinn frægi mál-
ari Apelles vildi mála froðuna úr kjafti hests. Honum gekk illa við það, gafst
UPP á verkinu og fleygði á málverkið svampinum sem hann notaði annars til
að þurrka pensla sína. En einmitt þar sem svampurinn féll líkti hann eftir
r°ðu hests. Á sama hátt hefja efahyggjumenn verk sitt líkt og aðrir heim-
sPekingar sem leita sálarróar í festu og öryggi dómsins. Vegna þess að þeim
3 Fílon frá Alexandríu, Special. Leg. II, §§44-48. Leturbreytingar höfundar.
4 Qyintilianus, Instit. Orat. I, prooemium, 19-20.
5 Heinze, Xenokrates, Darstellung seiner Lehre, Leipzig 1892, s. 160, 4. textabrot.
Lpikuros, Bréf til Pýpóklesar, hjá Diogenesi Laertiosi X.85: þekkingu á fyrirbrigðum himinsins
6 l---] er ekkert annað en sálarróna að hafa.“
Markús Árelíus, IX, 31.