Hugur - 01.06.2004, Síða 114
112
Pierre Hadot
auðnast það ekki skjóta þeir dómi sínum á frest. Og viti menn: Eins og af til-
viljun fylgir frestinum sálarró, rétt eins og skugginn líkamanum."7
Heimspekin var um leið aðferð til að öðlast sjálfstæði, innra frelsi (autark-
eia), þ.e. ástandið þar sem sjálfið er engu og engum öðrum háð. Þessa við-
leitni má finna hjá Sókratesi,8 hundingjunum, hjá Aristótelesi (sem álítur að
sjálfstæðið verði einungis tryggt með ígrunduðu lífi),9 hjá Epikúrosi10 og
stóumönnum.11 Þótt aðferðirnar séu ólíkar eru allir heimspekiskólarnir
meðvitaðir um mátt hins mannlega sjálfs til að leysa sig undan öllu sem er
því framandi, jafnvel þótt það felist í því einu að neita að taka afstöðu, eins
og hjá efahyggjumönnum.
Við þessar grundvallarafstöður bættist í epikúrisma og stóuspeki alheims-
vitundin, þ.e. vitundin um að vera hluti af alheiminum, og útþensla sjálfsins
í óendanleika alnáttúrunnar. Eins og Metrodoros, lærisveinn Epíkúrosar,
segir: „Minnstu þess að þótt þú sért dauðlegur og líf þitt endanlegt, hefurðu
samt, með því að virða fyrir þér náttúruna, hafið þig til óendanleika rúms og
tíma og séð alla fortíð og framtíð."12 Og samkvæmt Markúsi Arelíusi „ferð-
ast mannssálin um alheiminn allan og um tómið sem umlykur hann, teygir
sig í óendanleika eilífðarinnar og spannar og hugsar reglubundna endurfæð-
ingu alheimsins.“13 Spekingur fornaldar er hverja stund meðvitaður um að
lifa í alheiminum og samstillir sig honum.
Til að skilja betur á hvern hátt fornaldarheimspekin var lífsmáti er gagn-
legt að hafa í huga greinarmun stóuspekinga á orðræðunni um heimspeki og
á heimspekinni sjálfri.14 Samkvæmt stóumönnum voru hlutar heimspekinn-
ar, þ.e. náttúruspeki, siðfræði og rökfræði, ekki hlutar heimspekinnar sjálfr-
ar heldur orðræðunnar um hana. Með því áttu þeir við að þegar kenna skal
heimspeki ber að setja fram rökfræðikenningu, náttúruspekikenningu eða
siðfræðikenningu. Orðræðan gerir röklegar og kennslufræðilegar kröfur um
þennan greinarmun. En heimspekin sjálf, þ.e. hinn heimspekilegi lífsmáti, er
ekki lengur kenning sem skiptist í mismunandi hluta heldur heildarathöfn er
felst í því að lifa rökfræðina, náttúruspekina og siðfræðina. Ekki er lengur
sett fram nein rökfræðikenning, þ.e. kenning um rétta ræðu og hugsun,
heldur hugsar maður og ræðir á réttan hátt; ekki eru lengur settar fram kenn-
ingar um náttúruheiminn, heldur virðir maður alheiminn fyrir sér; elcki eru
lengur smíðaðar kenningar um siðlega breytni heldur breytt á réttan hátt.
Orðræðuna um heimspekina ber ekki að leggja að jöfnu við heimspekina
sjálfa. Polemon, einn skólastjóra gömlu akademíunnar, komst svo að orði:
„Hvað yrði sagt um hljóðfæraleikara sem léti sér nægja að lesa handbók um
7 Sextos Empeirikos, Hypotyp. I, 28-29.
8 Xenofón, Memorabilia I, 2, 24.
8 Aristóteles, Sidfrædi Níkomakkosar, X, 7, 1178b3.
10 Gnomologicum Vaticanum, §77.
11 Epiktetos, Diatr., III, 13, 7.
Metrodoros, fr. 37, í: A. Körte, „Metrodori Epicurci fragmcnta...u, Jabrbiicherfiir c/assiscbe Phi/o/ogie,
aukahefti 17,1890, s. 557; sjá Klemens frá Alexandríu, Strom, V, 14,138,2.
13 Markús Árelíus XI, 1.
14 Díogenes Laertíos VII, 41.