Hugur - 01.06.2004, Page 115
Heimspeki sem lífsmáti
113
hljómfræði en léki þó aldrei eftir henni? Margir heimspekingar njóta viður-
kenningar fyrir rökhendur sínar en hfa samt í mótsögn við sjálfa sig.“15 Fimm
öldum síðar endurómar þetta hjá Epiktetosi: „Húsasmiður kemur ekki til ykk-
og segir: ,Hlýðið á mig ræða um byggingarlist!' heldur gerir hann samning
Urn að smíða hús og byggir það [...] Svo skalt þú einnig gera. Borðaðu eins og
niaður, drekktu eins og maður [...] kvænstu, eignastu börn, taktu þátt í mál-
efnum borgríkisins, lærðu að þola móðganir og umbera annað fólk [.. ,]“16
Það má um leið sjá fyrir afleiðingar þessa greinarmunar um tengsl kenning-
og breytni, sem stóuspekingar settu fram og flestir heimspekingar sam-
þykktu þegjanda hljóði. I epikúrískum spakmælum kemur hann skýrt fram:
"kinihaldslaus er ræða heimspekingsins ef hún nýtist ekki til að lækna andleg
ntein."17 Heimspekikenningar eiga að þjóna hinu heimspekilega h'fi. Af þess-
Urn sökum takmarkast þær á síðgríska og rómverska skeiðinu við kerfisbund-
ltln og afar samþjappaðan fræðilegan kjarna er gæti haft sterk áhrif á sálina en
v®n um leið svo handhægur að ávallt mætti grípa til hans. Heimspekiorðræð-
an var ekki kerfisbundin til þess eins að mega veita kerfisbundna heild-
arskýringu á veruleikanum öhum heldur í þeim tilgangi að sjá andanum fyrir
fáeinum nátengdum grunnreglum sem auka með kerfisbundinni framsetningu
Sannfæringarkraft sinn og er þar með auðveldara að leggja á minnið. Stuttir
orðskviðir draga helstu kennisetningarnar saman, gjarnan á sláandi hátt, og
gera þannig kleift að setja sig inn í þá grundvaharafstöðu sem ber að hfa eftir.
Felst hið heimspekilega líf þá í því einu að beita stöðugt kennisetningum
sem við höfum lagt á minnið til að leysa vandamál lífsins? Þegar við leiðum
uSann að því hvað felist í heimspekilegu lífi birtist okkur gjá mihi heim-
spekikenningarinnar og heimspekiiðkunar sem lifandi athafnar. Með sam-
Krilegum hætti virðast einnig listamenn láta sér nægja að beita reglum. En
Pað er gríðarlegur munur á listsköpun og sértækri kenningu um list. Heim-
sPeki snýst aftur á móti ekki um að skapa listaverk heldur um að breyta sjálf-
Urn sér. Að lifa með raun og sanni sem heimspekingur samsvarar veruleika
Sem er gjörólíkur orðræðu heimspekinnar.
Hvort heldur í stóuspeki eða epikúrisma er heimspekiiðkun stöðug og
samfelld athöfn sem er eitt með lífinu, athöfn sem þarf að endurnýja án af-
,ats; í báðum tilvikum má skilgreina þessa athöfn sem það að beina athygl-
'nni að einhverju. Stóumenn beina athyglinni að hreinleika ætlunarinnar, að
Pv[ að laga mannsviljann að skynseminni, þ.e. að vilja alheimsnáttúrunnar. í
epikúrisma beinist athygl in að ánægjunni sem er á endanum lífsgleðin sjálf.
1 að geta beint þessari athygli er þörf á alls kyns æfingum, einkum á að
ugleiða stíft meginkennisetningarnar, þörf á síendurnýjaðri meðvitund um
endanleika lífsins, á rannsókn vitundarinnar og sérstaklega á vissri afstöðu til
úmans. Jafnt stóuspekingar sem epikúringar mæla með því að lifa í núinu, en
-a hvorki fortíðinni að koma sér úr jafnvægi né sjálfum sér að hafa áhyggj-
Ur af óvissri framtíð. Báðum dugir nútíðin til að vera hamingjusamir því hún
15 TV
]6 [Jiogenes Laertíos IV> 18
17 Epiktetos, Diatr., III, 21, 46.
Epikureische Sentenz bei Porphyrios, Ad Marcellam § 31 (ritstj. W. Pötscher, Leiden 1969, s. 35).