Hugur - 01.06.2004, Page 118
n6
Pierre Hadot
loka 18. aldar. Hins vegar þróast hin raunverulega skapandi heimspeki frá
16. til 18. aldar með Descartes, Spinoza, Malebranche og Leibniz utan
veggja háskólanna. Heimspekin endurheimtir sjálfstæði gagnvart guðfræð-
inni en velur sér sama vettvang og hún, þrátt fyrir að hún hafi sprottið upp
sem viðbrögð gegn skólaspeki miðalda. Gegn fræðilegri heimspekiorðræðu
er annarri en eigi síður fræðilegri orðræðu teflt fram.
Upp úr lokum 18. aldar ryður hin nýja heimspeki sér braut inn í háskólann
með Wolff, Kant, Fichte, Schelhng og Hegel. Hér eftir er hún, með fáeinum
undantekningum á borð við Schopenhauer og Nietzsche, tengd háskólanum
óijúfanlegum böndum. (Hér nægir að nefna Bergson, Husserl og Heidegger.)
Þessi staðreynd skiptir sköpum. Líkt og þegar hefur komið fram þróast heim-
speki sem takmarkast við heimspekilega orðræðu í annars konar umhverfi og
andrúmslofti en heimspeki fornaldar. Nútíma háskólaheimspeki er vitaskuld
ekki lengur lífsháttur eða lífsstdl, nema ef vera skyldi sem lífsstíll heimspeki-
prófessors. Undirstaða hennar og hfsrými eru menntastofnanir ríkisins og hef-
ur það raunar alltaf staðið sjálfstæði heimspekinnar fyrir þrifum og getur gert
það enn. Með orðum Schopenhauers: „Háskólaheimspeki er að jafnaði látalæti
ein: raunverulegt markmið hennar er að leiða stúdenta, þ.e. grunnhugmyndir
þeirra, í þá átt sem ráðuneytið, er ræður í prófessorsembættin, þykir hæfa
ásetningi sínum. Til þess kann það að hafa fullan rétt frá sjónarhóli stjórnmála-
manns; af því hlýst hins vegar að slík ræðustólsheimspeki [...] er spaugspeki
ein [...] Því ef eitthvað er í heiminum óskandi [...] þá það að ljósgeisli félh á
vort myrka líf og oss upplykist eitthvað um þessa leyndardómsfullu tilveru.“25
Hvað sem því líður þá er nútímaheimspeki fyrst og fremst orðræða sem þró-
ast í kennslu, er skráð í bækur, hún er texti til textaskýringa.
Þetta þýðir samt ekki að nútímaheimspeki hafi ekki eftir ólíkum leiðum
endurheimt fáeina tilvistartengda þætti fornaldarheimspekinnar. Raunar
verður að segjast að þessir þættir hurfu aldrei að fullu. Þannig er til dæmis
engin tilviljun að Descartes nefnir eitt verka sinna Hugleiöingar (Meditation-
es). I raun er um hugleiðingar {rheditatio í merkingunni æfing) í anda krist-
innar heimspeki Agústínusar að ræða og Descartes mælir með ástundun
þeirra í ákveðinn tíma. Þrátt fyrir kerfisbundið rúmfræðilegt form sitt sam-
svarar Siðjræði Spinoza allvel kerfisbundinni heimspeldorðræðu stóuspek-
innar. Segja má að orðræða Spinoza, sem nærist á heimspeki fornaldar, kenni
hvernig eigi að gera róttæka og áþreifanlega breytingu á eigin tilveru og
komast til sældar. I lokalínum verksins er raunar dregin upp mynd af hinum
spaka manni. „Spekingurinn", segir Spinoza, „þekkir vart óróa í eigin huga
heldur verður hann með vissri eilífri nauðsyn meðvitaður um sig sjálfan, guð
og hlutina og hættir aldrei að vera heldur býr ævinlega yfir sannri sálubót.“26
Eins er í heimspeki Schopenhauers og Nietzsches fólgin hvatning til að
gjörbreyta eigin lífsháttum. Báðir hugsuðir hafa raunar drukkið í sig hefð
fornaldarheimspekinnar. Aðferð Hegels - hugmyndin um að mannsvitund-
A- Schopenhauer, Die Welt als Wille und Vorstellung, viðbót við fyrstu bók, 17. kafli, í: Sámtliche Werke,
ritstj. E. Griesebach, 2. bindi, Leipzig 1891, s. 188-189.
Spinoza, Ethica, V. hluti, 42. setning, viðauki.