Hugur - 01.06.2004, Síða 119
Heimspeki sem lífsmáti
n7
111 sé alfarið sögulegs eðlis og að athöfn mannsandans, sem getur stöðugt af
sér ný form, sé því það eina sem varanlegt er - leysti á meðal ungra Hegel-
sinna og hjá Marx þá hugmynd úr læðingi, að kenningu sé ekki hægt að slíta
frá praxis og að virk áhrif mannsins á heiminn móti mynd hans af honum.
A 20. öldinni lýsir heimspeki Bergsons og fyrirbærafræði Husserls sér síður
Sern kerfi en sem aðferð til að breyta skynjun okkar á heiminum. Sá hug-
niyndastraumur sem Heidegger innleiðir og tilvistarspekin þróar áfram vill í
grunnatriðum fella frjálsa breytni mannsins inn í hið heimspekilega ferli
enda þótt á endanum sé öðru fremur um heimspekilega orðræðu að ræða.
Segja má að höfuðmunurinn á fornaldar- og nútímaheimspeki sé í því
fólginn að í hinni fyrrnefndu eru Krýsippos og Epikúros ekki einir taldir til
heimspekinga vegna þess að þeir þróuðu heimspekilega orðræðu, heldur
einnig hver sá sem lifði í samræmi við forskriftir Krýsipposar og Epikúros-
ar- Litið er á stjórnmálamann eins og Cato frá Utica sem heimspeking, og
Jafnvel sem spakan mann, vegna þess að líferni hans var á alla máta stóískt
enda þótt hann hafi ekkert skrifað eða kennt. Hið sama gildir um rómverska
stJ°rnmálamenn á borð við Rutilius Rufus og Quintus Mucius Scævola
Lontifex sem ástunduðu stóuspeki er þeir sýndu við stjórn þeirra héraða sem
þeim voru fengin ósérplægni og mannúð sem er öðrum til fyrirmyndar. Þetta
eru ekki einungis fordæmi um siðlega breytni heldur menn sem haga lífi sínu
nlf'arið eftir stóuspekinni, tala27 eins og stóuspekingar, líta heiminn sömu
augum og stóumenn; þeir leitast m.ö.o. við að lifa í samræmi við alheims-
skynsemina. Um er að ræða menn sem keppast við að gera að veruleika fyr-
jrmynd hinnar stóísku spektar, vissan hátt á að vera maður, á að lifa sam-
*fy®mt skynseminni í alheiminum og með öðrum mönnum. Siðferðið eitt og
Ser er hér ekki til umræðu heldur tilveran öll. Fornaldarheimspekin býður
Ulanninum upp á vissa lífsfærni en nútímaheimspeki birtist þvert á móti um-
ram allt sem smíði tæknilegs máls sem er einungis ædað sérfræðingum.
Sérhverjum er frjálst að skilgreina heimspekina eins og hann vill, að velja
Ser þá heimspeki sem hann kýs og (sé hann þess megnugur) að þróa þá
eimspeki sem hann telur vera réttmæta. En vilji einhver halda tryggð við
glnn forna skilning á heimspekinni, líkt og gilti enn um Descartes28 og
Pmoza sem litu á heimspekina sem „æfingu í spekt“, telji einhver það vera
Ulanninum eðlislægt að reyna að komast á stig spektarinnar, þá getur hann
ndið í hefðum fornaldar, í hinum ólíku heimspekiskólum (sókratisma,
P atonisma, aristótelisma, epikúrisma, stóuspeki, hundingjaspeki, efahyggju),
’ smódel“, grunnmynd þess hvernig megi beita skynseminni á mannlega
^ fyru eða þess hvernig megi leita spektarinnar. Einkum er fjölbreytileiki
C1mspekiskóla í fornöld þýðingarmikill því hann gerir okkur kleift að bera
Saman afleiðingarnar af hinum ólíku grunnafstöðum skynseminnar og opn-
27 C
icero gerir skilmerkilega grein fyrir því að þeir hafi hafnað ákveðinni mælskulistaraðferð við þau
rcttarhöld sem þeir þurftu að taka að sér. Sjá: Cicero, De oratore, 1,229 og áfram, sjá I. Hadot, „Trad-
-ns st°iciennes et idées politiques du temps des Grecques", Revue des études latines 48, 1970, s.
D
escartes, Principiaphilosophiae. Formáli að franskri þýðingu Picots, s. XXXI: „Heimspeki ... spekt-
^nám*4.