Hugur - 01.06.2004, Side 120
ii8
Pierre Hadot
ar fyrir okkur svið sem er sérlega vel fallið til tilraunastarfsemi. Vitaskuld
krefst þetta þess að við takmörkum þessar heimspekistefnur við grunnaf-
stöðuna eða kjarnann í þeim með því að leysa þær undan úreltum heims-
fræðilegum og goðsögulegum þáttum og draga fram þær grundvaUarfullyrð-
ingar sem þær héldu sjálfar á lofti. Ekki er ástæða til að velja eina þessara
hefða og útiloka aðrar. Eins og Karl Jaspers bendir á samsvara til dæmis
stóuspeki og epikúrismi óaðskiljanlegum andstæðum í sálarlífi okkar: kröf-
um siðferðisvitundarinnar og þörfinni fyrir að njóta lífsins.29
I fornöld er heimspekin stöðug æfing og hvatning til að einbeita sér að
hverri stund í lífmu, til að verða meðvitaður um ómetanlegt gildi sérhverrar
andrár frá sjónarhóli alheimsins. A meðan miðlungsmenn hafa glatað tengsl-
unum við heiminn og líta ekki á hann sem heim heldur sem tæki til að full-
nægja eigin þrám er spekingurinn ávallt meðvitaður um heildina. Hann
hugsar og breytir út frá sjónarhóli alheimsins. Honum finnst sem hann til-
heyri heild sem nái út fyrir mörk einstaklingsins. I fornöld var slík alheims-
vitund á öðru sviði en vísindaleg þekking á alheiminum, s.s. stjarnvísindin,
var. Hin vísindalega þekking var hlutlæg og stærðfræðileg en alheimsvitund-
in afrakstur andlegrar æfingar sem fólst í að átta sig á stöðu eigin einstak-
lingsbundinnar tilveru innan hinnar miklu framvindu alheimsins og frá sjón-
arhóli heildarinnar: toti se inserens mundo, „sem sökkvir sér inn í heiminn
allan“.30 Þessi æfing átti sér ekki stað í algildu rými nákvæmra vísinda held-
ur í eigin reynslu raunverulegrar, lifandi og skynjandi sjálfsveru. Hér er um
tvenns konar gjörólík tengsl við heiminn að ræða. Varpa má ljósi á þennan
greinarmun með því að rifja upp andstæðuna sem Husserl lagði áherslu á
milli snúnings jarðarinnar sem vísindin hafa sýnt fram á annars vegar og hins
vegar hreyfingarleysis hennar, er bæði hversdagsreynsla okkar sem og forsk-
ilvitleg eða grundvallandi (konstitutiv) vitund ganga að vísu.31 Frá sjónarhóli
þeirrar síðastnefndu er jörðin óhagganlegur grunnur okkar lífs, viðmið hugs-
unar okkar eða með orðum Merleau-Pontys: „upphaf tíma okkar og rúms“.32
Á sama hátt er alheimurinn og náttúran, í reynsluupplifiin okkar og lifandi
skynjun, hin óendanlega sjónarrönd lífs okkar, ráðgátan í tilverunni sem vek-
ur með okkur horror et divina voluptas eins og Lúcretíus33 sagði, hroll og
guðlega nautn. Goethe orðar þetta í dýrðlegum ljóðlínum: „Hrollurinn er
besti hluti mannsins;/ hversu dýra sem heimurinn gerir honum þessa
kennd,/ í hrifningu sinni skynjar hann hið ógurlega.“34
Sambandið við sjálfan sig, alheiminn og við aðra menn: einnig á hinu síð-
astnefnda sviði má læra af heimspekihefðum fornaldar. Sannast sagna er ekki
Sbr. I. Kant, Die Metaphysik der Sitten. Ethische Methodenlehre, II, §53; Goethe, „Gesprách mit J. D-
Flak“, í: E. von Biedermann, Goethes Gespráchey Leipzig 1910, IV bindi, s. 469; K. Jaspers: „Epikur ,
Weltbe'wohner und Weimarianer, Festschrift E. Beutler, Zúrich 1960, s. 132.
30 Seneca, Epistuale, 66, 6.
31 E. Husserl, „Grundlegende Untersuchungen zum phánomenologischen Ursprung der Ráumlichkeit
der Natur (=Umsturz der Kopernikanischen Lehre)“, Philosophical Essays in Memory of E. Husserh
ritstj. E. Marvin Farber, Harvard University Press, Cambridge (Mass.) 1940, s. 307-325.
32 M. Merleau-Ponty, Éloges de laphilosophie et autres essais, París 1953, s. 285.
33 Lúcretíus, De rerum natura III, 30.
34 Goethe, Faust II, 6272.