Hugur - 01.06.2004, Síða 121
Heimspeki sem lífsmáti
119
rótfastari og óupprætanlegri klisja í hugsunarhætti nútímasagnfræðinga
en sú hugmynd að fornaldarheimspeki hafi verið innhverfur flótti: hjá plat-
°rustum flótti á náðir æðri veruleika frummyndanna, hjá epikúringum flótti
Undan þátttöku í pólitísku lífi, hjá stóumönnum flótti á náðir örlaganna.
f’essi túlkun er að tvennu leyti röng: í fyrsta lagi var fornaldarheimspekin
fyallt stunduð í hópi, hvort heldur sem um var að ræða félagsskap pýþagór-
lnga, hina platónsku ást, hina epikúrísku vináttu eða andlega leiðsögn stóu-
spekinnar. Fornaldarheimspekin gerir ráð fyrir hópefli, félagsskap sameigin-
legfa rannsókna, gagnkvæmrar hjálpar og andlegs stuðnings. Heimspekingar
°g á endanum jafnvel epikúringar hættu aldrei að hafa áhrif á borgríkin, að
t’reyta samfélaginu og þjóna meðborgurum sínum sem hlóðu þá oft lofi eins
ýg áletranir vitna um. Enda þótt stjórnmálahugmyndir hafi verið ólíkar eft-
lr skólum hélst sú viðleitni óbreytt að hafa áhrif á borgina eða ríkið, konung
e^a keisara. Sér í lagi innan stóuspeki (eins og auðsætt er í ýmsum textum
'hirkúsar Arelíusar35) stendur skyldan til að breyta ævinlega í þágu mann-
legs samfélags og í þágu réttlætisins framarlega ásamt tveimur öðrum eilíf-
Urn skyldum: að halda árvekni yfir hugsuninni og að sættast við þá atburði
Sem örlögin valda. Fyrsta krafan er nátengd hinum tveimur síðari. Sú spekt
Sem beygir sig undir alheimsskynsemina er hin sama og sú sem lagar sig að
sameiginlegri skynsemi allra mannvera. Þessi viðleitni til að lifa í þágu
mannlegs samfélags og breyta í samræmi við réttlætið er grunnþáttur í sér-
Verju heimspekilegu líferni. Heimspekilegt líferni felur m.ö.o. að jafnaði í
Ser þátttöku í samfélaginu. Sennilega er einna erfiðast að uppfylla hið síðast-
nefnda því það krefst þess að maður haldi sig innan marka skynseminnar og
um leið ekki blindast af stjórnmálalegum ástríðum, reiði, beiskju og for-
°mum. Það er staðreynd að nánast ógerlegt er að ná jafnvægi milli þess
lnnri friðar sem spektin veitir og þeirrar ástríðu sem óréttlæti, þjáning og
eýmd á meðal manna hljóta að vekja. En í þessu jafnvægi er spektin einmitt
01§m. An innri friðar er ekki hægt að breyta með árangursríkum hætti.
Þetta er því lexía fornaldarheimspekinnar: hvatning til hvers og eins til að
taka breytingum. Heimspeki merkir sinnaskipti, breytingu á veru- og lífshátt-
J^m sem og leit að spektinni. Þetta er engan veginn auðvelt verkefni: „Virðist
1< ln að þessu spektarástandi örðug“, ritar Spinoza í lok Siðjrœði sinnar, „má
engti að síður finna hana. En ef svo erfitt reynist að fmna hana er það einmitt
Ve§na þess að hún er örðug. Ef sáluhjálpin væri fyrir hendi og hægt að auðn-
ast hana án mikilla erfiðismuna hvernig gæti annars hugsast að nánast eng-
lnn skeytti um hana? En allt sem er fagurt er jafnerfitt og það er sjaldgæft.“36
Egill Arnarson pýddi
36 ^arkús Árelíus VII, 54; IX, 6; VIII, 7.
pinoza, Ethica, V. hluti, 42. setning, viðauki. [Þýðingin er gerð eftir Pierre Hadot, „La philosophie
c°mme maniére de vivre", Exercices spirituels et philosophie antique, París 1987, s. 217-227. Neðan-
^Hálsgreinar, sem eru að hluta til ýtarlegri en tilvísanir Hadots, eru sóttar í þýska þýðingu textans, Phi-
los°phie als Lebensform, Berlín 1991, s. 165-176 og 211-212.]