Hugur - 01.06.2004, Page 122
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 120-137
Róbert Jack
Heimspeki og sjálfshjálp
Sókrates og Dr Phil sem starfsbræður
Upp á síðkastið heíiir nokkuð verið um sjálfsskoðun heimspekinnar á íslandi
og eflaust víðar, hver sem ástæða þess kann að vera.1 Ymis sjónarmið hafa
komið fram eins og eðlilegt er þegar um lifandi fræðigrein er að ræða. Ef ein-
hverja sameiginlega niðurstöðu mætti þó finna úr allri þessari umfjöllun er
ekki fjarri lagi að segja hana þá að heimspeki sé það sem heimspekingarnir
stunda. Það kann því að virðast kynlegt að ætla að benda á enn eina leiðina til
að skoða verkefni heimspekinnar með því að vísa á það sem heimspekingarn-
ir gera ekki, þ.e.a.s. ekki lengur, eða að minnsta kosti ekki í sama mæli og áður.
Meginkenning þessarar ritgerðar er sú að önnur grein, nefnilega sjálfs-
hjálparfræðin,2 fjalli nú með mun beinni hætti um það sem margt bendir til
að hafi verið sjálft grundvallarverkefnið sem gegnsýrði öll önnur í vestrænni
heimspeki til forna. Skipta má röksemdafærslu greinarinnar í þrennt: I fyrsta
lagi held ég því fram að meginverkefni heimspekinnar til forna samsvari í
aðalatriðum verkefni sjálfshjálparfræða nútímans. I öðru lagi færi ég rök fyr-
ir því að viðleitni heimspekinnaí nú sé ekki sú sama og til forna. I þriðja lagi
sýni ég svo með dæmum hvernig sjálfshjálparfræði nútímans glíma við mörg
hin sömu vandamál og heimspeki fornaldar og í sama augnamiði.
Verkefni sjálfshjálparfrœða
Aður en rennt er stoðum undir það að heimspeki til forna hafi haft sömu
grunnviðleitni og sjálfshjálparfræðin hafa nú, er rétt að gera grein fyrir því
Sjá m.a. níu greinar um heimspeki snemmárs 2001 í Lesbók Morgunblaðsins og greinasafnið Hvað er
heimspeki?, ritstj. Róbert Jack og Ármann Halldórsson, Hugvísindastofnun Háskóla íslands 2001.
Það sem ég flokka undir „sjálfshjálparfræði" er vissulega afar vítt svið. Þar er til að mynda alls ekki
eingöngu um að ræða höfimda sem eru sálfræðingar, eins og jafnvel mætti ætla. Innan greinarinnar
rúmast auk þeirra, svo einhverjir séu nefndir, búddamunkur (Jack Komfield), læknir (Deepak
Chopra), geðlæknir (M. Scott Peck), kennari (Dale Carnegie), kristinn predikari (Norman Vincent
Peale) og heimspekingur (Richard Watson). Því er ófært að líta á þessa grein sem einsleita, en það á
jafnt við um viðfangsefni og skoðanir sem og starfsgreinar höflmdanna.