Hugur - 01.06.2004, Page 123
Heimspeki og sjálfshjálp
121
hvert verkefni sjálfshjálparfræðanna er. Hér er gagnlegt að taka dæmi.
Nýlega birtist í Fre'ttablaðinu viðtal við konu sem hafði farið á danssýningu
en orðið fyrir því að annar sýningargestur sat í sætinu hennar og virtist hafa
miða upp á þetta sama sæti og hún taldi sitt. Konan þurfti þá að sætta sig við
annað sæti, en um atvikið er m.a. þetta haft eftir henni: „Þetta eyðilagði
sýninguna fyrir mér.“3
Atvikið er afar hversdagslegt og viðbrögðin einnig. Eg geri þó ráð fyrir því
að sýningin, sem konan sá, hafi verið sú sama þótt hún sæti í „verra“ sæti en
þyí sem hún borgaði fyrir, þ.e. dansararnir hafa væntanlega dansað eins.
^etta er þó ekki aðalatriðið heldur hitt sem er að konan gat ekki litið dans-
lnn sömu augum og ef hún hefði setið í „sínu“ sæti. Upplifimin á sýningunni
jþórnast því, ef grannt er skoðað, af því viðhorfi konunnar að óvænt upp-
ákoma sem þessi sé svo hræðileg að hún megi skyggja á allar aðrar upplifan-
lr- Ef konan væri hins vegar vön að hugsa sem svo að alltaf megi búast við
°væntum uppákomum sem þessari og ekki stoði að láta þær setja sig úr jafn-
Vægi, hefði hún getað haft ánægju af sýningunni.4
Það eru einmitt dæmi af þessu tagi sem eru viðfangsefni sjálfshjálparfræð-
anna. Þau fást við viðhorf með það fyrir augum að komast að því hvaða áhrif
ákveðin viðhorf hafa og hvaða viðhorf til heimsins eru best, þ.e. stuðla að
Sern bestu lífi. Viðhorfið er frumskilyrði til að lífið geti fengið ákveðna stefnu
Ugun, en það er þó ekki allt og sumt, því markmiðið er alltaf það að bæta
11 einstaklings með því að beita viðhorfinu, þ.e. að lifa í samræmi við það. I
notskurn má þá segja að sjálfshjálparfræðin snúist um viðhorf með sérstakri
áherslu á raunverulega beitingu þeirra í lífi einstaklings.5 - Með þessa skil-
Sþeiningu að leiðarljósi ætla ég nú að skoða hvernig heimspekin til forna
gbmir við sama verkefni.
Fornaldarheimspeki sem sjálfshjálparfræði
^ síðustu árum hefur í auknum mæli verið bent á að viðleitni vestrænnar
eimspeki í fornöld hafi verið töluvert önnur en viðleitni nútímaheimspeki.
^andaríski heimspekingurinn Alexander Nehamas hefur bók sína TheArt of
lving (1998) á þessum orðum: „Heimspeki er fræðileg grein. Hún hefúr fátt
Praktískt að segja okkur um daglegt líf.“6 Hann segir svo að þótt þetta sé
staða heimspekinnar nú hafi þessu ekki ávallt verið svona farið, því í Grikk-
lendl ^ borna og Rómaveldi hafi „heimspeki verið meira en einungis fræði-
S grein.“ (2)7 Fræðileg kenning hafi einmitt verið notuð til að hafa áhrif á
fttablaðið, laugardaginn 1. mai 2004, bls. 46.
Kki er úr vegi að árétta að það að konan njóti sýningarinnar í „verra" sætinu kemur ekki í veg fyrir
^ hún leiti síðar einhverra bóta og fái t.d. afslátt af sýningunni eða að fullu endurgreitt.
æmm sem ég tek síðar í ritgerðinni um hugmyndir sjálfshjálparfræðinga má h'ta á sem rökstuðning
tyrir þessu viðhorfi.
Alexander Nehamas, The Art of Living, University of California Press 1998, bls. 1.
ur i sviga vísa til þess rits sem verið er að fjalla um hverju sinni og áður hefur verið gerð grein fyr-
lr f neðanmálsgrein.