Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 124
122
Róbert Jack
hversdagslegt líf, en samkvæmt því viðhorfi hafa fræðin og praktíkin, orð-
ræðan og lífið, áhrif hvort á annað, en „fólk verður heimspekingar vegna þess
að það [...] hefur viljann til þess að [...] lifa eins vel og manneskju frekast
er unnt.“ (2) Þá segir Nehamas að bók hans sé ætlað að liðka fyrir þeim
möguleika að stunda heimspeki á annan hátt en venjulega er gert á okkar
dögum, þ.e. í takt við þessa heimspekiástundun fornaldar.
Annar nútímaheimspekingur sem sinnt hefur svipuðu verkefni er þýski
heimspekingurinn Wilhelm Schmid sem sett hefur fram tillögu að nýjum
grundvelli að heimspeki lífslistarinnar, þ.e. þess að Ufa góðu lífi.8 Á einum
stað segir hann:
Orð og hugtök lífslistarinnar eiga uppruna sinn í heimspeki fornald-
ar [...], eru sem sagt frá upphafi heimspekileg, en hafa gleymst að
stórum hluta á síðustu 200 árum í tíð akademískrar heimspeki.9
Þá lýsir Schmid því á hliðstæðan hátt og Nehamas hvernig að baki því sem
kann að virðast hreinar fræðilegar kenningar hggur upphaflega önnur ástæða
en sannleiksleitin sjálf:
Þekkingin á sannleika verunnar eða spurningin um veru mannsins
voru eitt sinn ekki markmið í sjálfu sér, heldur þjónuðu því hlutverki
að móta hversdagslífinu stefnu. (8)
Einn nútímaheimspekingurinn enn sem leggur áherslu á þennan mismun
fornaldar- og nútímaheimspeki og sá sem ég hef helst leitað til við gerð þess-
arar ritgerðar er franski fornfræðingurinn Pierre Hadot, en um þetta efni liggja
m.a. eftir hann bækurnar Philosophy as a Way ofLife og What is Ancient Philos-
ophy?w Hadot heldur því fram að grundvaUaratriði heimspekiiðkunar í það
minnsta frá og með Sókratesi hafi verið lífsmáti heimspekinganna og viðleitni
þeirra til að lifa góðu lífi. Aðrir þættir heimspekinnar eins og frumspekin,
stjórnspekin og siðfræðin hafi byggst á þessari grunnviðleitni. Hadot segir:
[A].m.k. frá tímum Sókratesar hefur valið á lífsmáta ekki staðið aft-
ast í hinu heimspekilega ferli, eins og aukahlutur eða viðauki. Þvert
á móti stendur það fremst [...]n
Augljósustu dæmin um þetta er að finna í heimspeki epikúringa, stóumanna,
Um þetta efni hefiir Schmid m.a. skrifað bækurnar Philosophie der Lebenskunst - Eine Grundlegung,
Suhrkamp 2001 (8. útg.), og Schönes Leben? Einjuhrung in die Lebenskunst, Suhrkamp 2000.
„Uber den Versuch zur Grundlegung einer Philosophie der Lebenskunst", Information Philosophic,
desember 2001, bls. 7.
Fyrmefnda bókin samanstendur af þýddum greinum og er ekki til í samsvarandi útgáfú á frönsku, en
síðarnefnda bókin kallast á frummálinu Quest-ce que laphilosophie antique? Michael Chase þýddi báð-
ar bækurnar á ensku: Philosophy as a Way ofLife, BlackweU Publishers Ltd, 1995 og What isAncient
Philosophy? The Belknap Press, 2002. í ritgerðinni vitna ég í þessar ensku útgáfúr.
11 What is Ancient Philosophy?, bls. 3.