Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 127
Heimspeki og sjálfshjálp
125
Orð þessi sýna fyrir hvað Zenon var þekktur. Hann var ekki kunnur fyrir
kenningasmíð og að vera mikill fræðimaður, fyrir að vera framúrskarandi
gagnrýnandi samtíma síns eða fyrir mikla málsnilld, heldur var hann þekkt-
Ur fyrir líferni sitt sem raunar var alltaf í samræmi við það sem hann kenndi.
Viðhorf Zenons virðast því hafa verið óaðskiljanleg lífsmáta hans.
Það að segja megi að heimspeki hundingja, Epikúrosar og stóumanna snú-
lst öðru fremur um lífsviðhorf og grundvallist á viðleitni til að lifa góðu lífi
^emur mönnum að jafnaði ekki svo á óvart, en þó meira hitt að slíkt hið
Sama megi segja um heimspeki Platons og Aristótelesar. Hér læt ég Arist-
°teles liggja milli hluta,20 en sný mér að Platoni og Sókratesi, en Hadot hef-
Ur fært sannfærandi rök fyrir því að líta beri á grunnviðleitni þeirra sem þá
að lifa góðu lífi í samræmi við viðhorf heimspekinnar.21
I Samdrykkju Platons er að finna ákveðna sýn á heimspekinginn.22 Veislu-
gestir keppast við að lofa ástarguðinn Eros í ræðum sínum, en þegar kemur
að Sókratesi að flytja mál sitt fáum við annað sjónarhorn. Eros er nefnilega
ekki fagur guð sem ekkert skortir, eins og menn töldu, heldur ófríður andi
(daimon) (202e) sem sækist eftir hinu fagra, því maður þráir ekki það sem
maður hefiir heldur þvert á móti það sem mann skortir. Erosi er þannig lýst:
I fyrsta lagi er hann ætíð fátækur og hann er langt frá því að vera fín-
legur og fagur eins og almenningur heldur. Þvert á móti er hann
hrjúfur, skorpinn, berfættur og heimilislaus. Hann liggur í moldinni,
rekkjulaus, og sefur á dyraþrepum eða á götunni úti undir berum
himni. Hér segir móðureðhð til sín í því að hann býr við sífellda nauð
[móðir hans Penía er tákn fátæktar]. Frá föður sínum hefur hann aft-
Ur á móti það að vera sífellt á höttunum eftir því sem fagurt er og
gott. Hann er hugaður, ákafur og einbeittur, slyngur veiðimaður, sem
alhaf er að leggja einhverjar snörur, úrræðagóður í sókn sinni eftir
vifl, alla ævi viskuunnandi, snjall særingamaður, seiðkarl og fræðari
[faðir hans Póros er tákn úrræða og auðs]. (203c-d, skáletrun mín)23
p
r°s er í nauðum staddur því hann skortir það sem hann allra helst þráir,
10 iagra og reyndar einnig hið góða sem tvinnast saman í heimspeki Plat-
°Us- Eros er þó hvorki meira né minna en viskuunnandi (fíló-sófos) sem er
gflska útleggingin á heimspekingnum - heimspekin er nefnilega viskuást
y1 ósófíd). Og í leit sinni að viskunni (sófíu)24 lætur hann einskis ófreistað,
20
21
22
23
24
Hadot fjallar um Aristóteles í What is Ancient Philosofhy?, bls. 77-90. Þótt Aristóteles virðist með
fyerslu sinni á fræðastörf fráhverfiir því að líta á heimspeki sem spurningu um h'fsmáta telur Hadot að
þþví felist einfaldlega val Aristótelesar á góðu lífi — fyrir Aristótelesi er hið fræðilega líf ákjósanlegast.
geri hér engan sérstakan greinarmun á heimspeki Sókratesar og Platons.
tradot fjallar um skilgreiningu Platons á heimspekingnum í Samdrykkjuna í What is Ancient Philos-
°Ph?, bls. 39-51 , og í Philosophy as a Way ofLife í kaflanum „The Figure of Socrates", bls. 147-178.
_ton, Samdrykkjan, þýð. Eyjólflir Kjalar Emilsson, Hið íslenska bókmenntafélag 1999. Allar tilvitn-
*nir í Samdrykkjuna eru fengnar úr þessari útgáfxx.
f þessum tíma var orðið sófía þó ekki frátekið fyrir þekkingu heimspekinganna. Þvert á móti náði sóf-
*f.til þekkingar og kunnáttu í tónlist, innblásturs og athafna skálda, stjórnvisku, hæfni fólks í sam-
^ptum, visku fornu vitringanna sjö, hinna ýmsu vísinda (svo sem læknisfræði, stærðfræði og stjörnu-