Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 128
I2Ó
Róbert Jack
en hann er dæmdur til að vera eilíft á leiðinni án þess að komast nokkru
sinni á leiðarenda.
Síðar í Samdrykkjunni kemur til sögunnar hinn ungi og fagri Alkibíades
nokkuð við skál (og því ef til vill ófær um að segja ósatt) og tekur til við að
lýsa Sókratesi og ást sinni á honum. Hér verður ekki litið fram hjá þeim lík-
indum sem Sókrates hefur með Erosi. I fyrsta lagi hefur Sókrates líkt og
Eros hrjúft útlit, honum er líkt við skógarpúka en þeir þóttu heldur óffyni-
legir (215b). Þá kemur fram að eitt sinn er hann gegndi herþjónustu gekk
hann auðveldlega berfættur þegar aðrir þoldu vart við af kulda þótt þeir væru
skóaðir (220b), en í upphafi Samdrykkjunnar segir að Sókrates sé jafnan ber-
fættur (174a). I öðru lagi er hann veiðimaður eins og Eros en það hefur Alk-
ibíades fengið að reyna á sjálfiim sér því Sókrates hefur með orðum sínum
og æði töfrað hann upp úr skónum (205b-d) og snúið hlutunum sér í vil
þannig að nú er sá sem ætti með réttu að vera ástsveinninn, hinn ungi og
fagri Alkibíades, orðinn ástmaðurinn, en hinn gamli og lítt fagri Sókrates
ástsveinninn. I þriðja lagi segir í samræðunni að Sókrates sé, líkt og Eros,
andakyns (219c) og engum manni líkur, því önnur mikilmenni má ávallt
setja í flokk með öðrum svipuðum en enginn annar kemst í flokk með
Sókratesi (221c-d). Og sem andi er Sókrates mitt á milli manna og guða,
tengiliður manna við hið guðlega.
Þannig er Sókrates fyrir líkindi sín við Eros, sem er tákn sjálfs heimspek-
ingsins, fyrirmynd heimspekingsins hjá Platoni. Viðhorf Sókratesar felst því
í hamslausri þrá og leit eftir hinu fagra og góða, en eins og frægt er taldi
Sókrates sig ekkert vita nema það eitt að hann vissi ekkert. Þetta lífsviðhorf
hans endurspeglast einmitt í lífsmáta hans, þrotlausum samræðum á götum
úti og fátæklegum klæðnaði og h'fsstíl, því hann skortir þá vissu um hlutina
sem aðrir betur klæddir og efnameiri borgarar töldu sig búa yfir. Þannig er
grunnviðhorf Sókratesar (skortur á þekkingu, þar á meðal um hið góða líf)
samtvinnað lífsmáta hans (stöðugum samræðum og fábrotnum lífsstíl). Sjá
má að heimspekiástundun hans er spurning um lífsmáta.
Þrátt fyrir viðhorf Sókratesar til þekkingar sinnar eða vanþekkingar verð-
ur ekki litið fram hjá því að hann taldi sig þó eitthvað vita, svo sem eins og
að dygð borgar sig. í Minningum um Sókrates eftir Xenófon biður sófistinn
Hippías hann til að mynda að spyrja nú ekki bara út í og rífa niður kenning-
ar annarra og hlaupast síðan undan því að svara því hvað réttlætið sé, heldur
að gefa sjálfur svar. Sókrates svarar þá eitthvað á þessa lund: Ég hætti aldrei
að sýna hvað ég tel réttlátt. Ef ekki í orðum, þá sýni ég það í verkum mín-
um-25 - Aftur greinum við hér samsömun orðs og æðis hjá Sókratesi.
Annað dæmi um viðhorf Sókratesar, sem endurspeglast glöggt í h'fsmáta
hans og sem ég mun rekja betur síðar, lýtur að hugmyndum hans um sál og
líkama. I samræðunni Fædoni, þar sem Sókrates bíður dauða síns ásamt vin-
fræði) og sófistanna sem kenndu þessi vísindi, en nafn þeirra er einmitt dregið af orðinu sófía. (What
is Ancient Philosophy?y bls. 17-21) Þar með takmarkaðist sófia engan veginn við þekkingu í formi setn'
inga heldur náði hún jafnframt yfir alls kyns kunnáttu.
25 Philosophy as a Way of Life, bls. 155.