Hugur - 01.06.2004, Síða 130
128
Róbert Jack
Verkefni nútímaheimspeki
Eins og fram kom hér í upphafi eru menn ekki á einu máli um hvað heim-
spekin fjalli nákvæmlega nú um stundir. Hins vegar er sú skoðun ráðandi að
nútímaheimspeki sé fyrst og síðast fræðileg grein sem ekki hefur neinn sér-
stakan hug á að virkja fræði sín í þágu hversdagslífsins. Engin krafa er leng-
ur gerð til þess að heimspekingar lifi í samræmi við þær kenningar og hug-
myndir sem þeir vinna að í nafni heimspekinnar. Þetta má greina í orðum
Nehamas og Schmids sem ég vitna til hér að framan og sama segir Hadot.28
Auk þess er þetta reynsla sjálfs mín af heimspekinámi á Islandi, í Þýskalandi
og Bandaríkjunum.29
Hvernig sem þessi umskipti í háttum heimspekinnar er tilkomin30 virðist
breytingin þegar hafa verið komin fram á 18. öld ef marka má orð þýska
heimspekingsins Immanuels Kant í eftirfarandi tveimur tilvitnunum:
Þeir [Epikúros, Zenon og Sókrates] héldu því mun meiri tryggð við
Hugmyndina um heimspekinginn en hefur verið í nútímanum, þar
sem við rekumst einungis á heimspekinginn sem listamann skyn-
seminnar.
Platon spurði gamlan mann sem sagðist vera að hlusta á fyrirlestra um dygð-
ina: „Hvenær ætlarðu nú að hefja að lifa dygðuglega?" Málið er ekki alltaf að
hugleiða; að lokum verðum við að huga að raunverulegum athöfnum. Nú til
dags er hins vegar sá sem lifir í samræmi við það sem hann kennir álitinn
draumóramaður.31
Þá segir bandaríski lífsspekingurinn Henry David Thoreau á 19. öld í bók
sinni Walden:
Nú á dögum höfum við kennara í heimspeki en ekki heimspekinga.
Það er þó aðdáunarvert að kenna því það var eitt sinn aðdáunarvert
að lifa. Að vera heimspekingur er ekki það eitt að hugsa fágaðar
hugsanir, né það að stofna skóla, heldur það að elska svo viskuna að
maður vilji lifa eftir fyrirmælum hennar, lífi í einfaldleika, sjálfstæði,
göfuglyndi og trausti. Með öðrum orðum að leysa sum vandamál
lífsins, ekki einungis fræðilega, heldur verklega.32
28 Sjá What is Ancient Phi/osopby?, bls. 2.
29 Til áréttingar má nefna að ég held því ekki fram að ákveðin viðfangsefni eins og vinátta og viðhorf
séu ekki lengur umfjöllunarefni heimspekinga, um þetta fjalla heimspekingar enn. Viðhorf mitt eí
heldur það að fræðin séu ekki lengur knúin áfram af þeirri viðleitni að finna góða kenningu til að lifa
eftir og að lifa svo eftir henni.
Hadot heldur því fram að þarna eigi kristnin stóran þátt að máli. Hún hafi eignað sér lífsmátann 1
heimspekinni og gert hana um leið að þjónustumær sinni sem ætlað var að stunda eingöngu rökræðu
um orð og hugtök. Sjálfur segir Hadot: „segja má að heimspeki á miðöldum hafi orðið algcrleg3
fræðileg og abstrakt ástundun.“ (Philosophy as a Way of Life, bls. 270)
Báðar tilvitnanir eru fengnar úr What is Ancient PhilosophyP, bls. 267. Alexander Nehamas hefur s$
ari tilvitnunina fremst í bók sinni The Art of Living. Sjá Immanuel Kant, Vorlesungen iiber diephil°s
ophische Encyclopadie í Kants gesammelte Schriften, 29. bindi, Akademie 1980, bls. 9 og 12.
Henry David Thoreau, Walden and Other Writings, The Modern Library 2000, bls. 14.