Hugur - 01.06.2004, Side 132
130
Róbert Jack
um sem þeir lifa eftir í því augnamiði að bæta líf sitt. Þá virðist blasa við að
svör við vandamálinu um lífsviðhorf má finna víða: í bókmenntum ýmiss
konar, skáldsögum, ljóðum, í kvikmyndum, sjónvarpi, á kaífistoíunni, hjá vin-
um og kunningjum, að ógleymdum trúarbrögðunum. Hér er hins vegar spurt
hvort segja megi að einhver ein grein hafi öðrum fremur tekið þetta að sér.
Hverjir eru það nú um stundir sem gefa sig út fyrir að hjálpa fólki við mótun
hfsviðhorfa og lífsmáta? Hvert leitar fólk í dag vanti það aðstoð á þessu sviði?
Hverjir hafa nú það hlutverk sem heimspekingarnir gegndu áður?
Svarið virðist mér vera sjálfshjálparfræðingarnir sem eru afar áberandi nú
um stundir í bókaútgáfu og öðrum miðlum, en umfjöllun þeirra beinist að því
að miðla gagnlegum hugmyndum og viðhorfum til einstaklinga.38 Þótt heim-
ildir séu mjög af skornum skammti virðist sem heimspekingarnir í fornöld
hafi sinnt þessu samfélagslega hlutverki í Grikklandi til forna frekar en trúar-
brögðin sem í þá tíð geymdu ekki forskriftir um lífsmáta.39 Vissulega eru trú-
arbrögðin öflugur mótandi lífsviðhorfa í dag, en að mínu viti er grundvöllur
þeirra annar en fornaldarheimspekinnar og sjálfshjálparfræðanna. Þau byggja
á opinberun og hlýðni við boðaðar lífsreglur „spámannsins", en hin síðar-
nefndu veita einstaldingnum svigrúm til að móta sinn eigin lífsmáta. Til að
mynda benda heimildir til þess að Akademía Platons hafi verið samfélag
frjálsra og jafnra einstaklinga þar sem skoðanafrelsi var í hávegum haft, enda
dvaldist Aristóteles þar um 20 ára skeið áður en hann stofnaði sinn eigin
skóla.40 Segja má að almennt viðhorf sjálfshjálparfræðanna til þessa felist í
eftirfarandi orðum: „Það verður enginn frjáls, sem er fjötraður við annan ein-
stakling eða háður honum."41 Þannig virðist mega finna sömu áherslu á ein-
staklinginn í fornaldarheimspeki og sjálfshjálparfræðum nútímans.
Þessi samfélagslega samsvörun er afar mikilvæg. Annað er það þó sem ekki
síður styður það að líta megi á sjálfshjálparfræðin sem helsta arftaka heim'
spekinnar á sviði lífsviðhorfa og lífsmáta, en það er að ekki einungis megi
finna grunnviðleitnina um lífsviðhorf, eins og rakið hefur verið, bæði í forn-
aldarheimspeki og hjá sjálfshjálparfræðingum, heldur margar aðrar hug'
myndir sem eru útfærslur á þessu grunnviðhorfi. Þar má nefna samspil við'
horfs og tilfinninga, áherslu á að lifa í núinu og á mikilvægi dauðans,
hugmyndina um rannsakað líf, meira að segja frumspeki fyrir lífið og margt
fleira sem ekki verður rakið hér en miðar allt að bættu lífi. - Ég ætla nú að
38 Eins og áður er getið í neðanmálsgrein eru „sjálfshjálparfræðin" alls ekki einsleit. Mér er heldur rkki
í mun að sýna fram á samsvörun þeirra sem slíkra og fornaldarheimspekinnar, enda álít ég slíka alh
herjarsamsvörun ekki vera fyrir hendi. Þá ætla ég ekki að sýna fram á nein bein eða óbein áhrif fc>rn
aldarheimspeki á sjálfshjálparfræði nútímans. Ég vil einungis sýna fram á að afar h'kt grunnviðhorf sé
að finna á báðum stöðum og oft og tíðum býsna líkar skoðanir. Þá má nefna að ég gef að því leyti ekki
góða mynd af flóru sjálfshjálparfræðinga að ég notast hér á eftir mest við tvo þeirra sem báðir haril
doktorspróf í sálfræði, þá Wayne Dyer og Phillip McGraw, betur þekktan sem Dr Phil.
39 Sbr. What is Ancient Philosophy?, bls. 272.
Sbr. What isAncient Philosophy?, bls. 59-61. - Slíkt frjálsræði virðist þó ekki hafa verið við lýði í dU
um skólum. Sérstaklega var persóna Epikúrosar í hávegum höfð í skóla hans, þó ekki í sama mseli og
Jcsú og Múhameð í viðkomandi trúarbrögðum.
41 Pétur Guðjónsson, Bókin um hamingjuna, Iðunn 1981, bls. 15.