Hugur - 01.06.2004, Side 133
Heimspeki og sjálfshjálp
131
taka dæmi um þessa hugmyndalegu samsvörun í fornaldarheimspeki annars
Vegar og sjálfshjálparfræðum nútímans hins vegar.
Fyrst skal nefna áhrif hugmynda okkar og viðhorfa á tilfinningarnar. Það
er nokkuð almennt viðhorf að við getum ekki stjórnað tilfinningum okkar
keldur megi fremur segja að við verðum fyrir þeim. Þetta kann að vera satt
Þegar til skamms tíma er litið, en ýmsir nútímasjálfshjálparfræðingar og
fornaldarheimspekingar eru sammála um að þegar til lengri tíma er litið
^egi vel stjórna tilfinningunum, þ.e.a.s. einstaklingur geti mótað þær með
kogsunum sínum.
Rökstuðning fyrir þessu fáum við hjá bandaríska sálfræðingnum Wayne
Dyer42 sem setur rök sín fram í rökhendu að hætti heimspekinga:
Aðalforsenda: Eg get stjórnað hugsunum mínum.
Undirforsenda: Tilfinningar mínar leiða af hugsunum mínum.
Alyktun: Ég get stjórnað tilfinningum mínum.43
f strangasta skilningi rökfræðinnar er rökhendan ekki gild, en ályktun henn-
ar verður þó að teljast afar skynsamleg ef fallist er á forsendurnar. Það er erf-
'Ú að hafna aðalforsendunni, því þótt hugsanir komi gjarnan óumbeðnar
getum við valið það að hætta að hugsa um þær eða það hvernig við hugsum
um þær Segi t.d. einhver við mig orðið „kartöflur“ er erfitt að verjast því að
‘U'nd af þeim komi upp í kollinn, en ég get þó vahð það hvernig ég hugsa
um þær _ sem stórar, litlar, góðar, vondar, franskar, amerískar - ef ég kýs yf-
lrhöfuð að hug sa frekar um þær.
Þá má sýna fram á að undirforsendan standist einnig með því að taka
æmi af Hákoni sem kvelst mjög yfir því að yfirmanni hans finnst hann
eimskur. Það gefiir augaleið að ef hann vissi ekki af því að yfirmaður hans
a Ul hann heimskan væri hann ekki vansæll (allavega ekki út af því). Það er
nefnilega ekki sú staðreynd að yfirmanninum finnist Hákon heimskur sem
Serir hann óhamingjusaman. Það eru hugsanir hans sjálfs um hvað yfir-
ni;inninum finnst sem gera hann óhamingjusaman og það viðhorf hans að
ýgsanir annarrar manneskju um hann séu svo mildlvægar að þær megi
stJórna líðan hans.
^annig eru það ekki atburðir, aðstæður og fólk sem stjórna tilfinningum
^kar, heldur viðhorf okkar sjálfra til þessara hluta. Ef Hákon temdi sér þess
1 stað að hugsa jákvætt um sjálfan sig og útiloka að mestu úr vitund sinni það
Sem aðrir héldu um hann ætti hann hægar með að upplifa hamingju.44
42
. ayne Dyer, sem er sálfræðingur að mennt og var um tíma háskólakennari, hefiir sent frá sér fjölda
vinsælla sjálfshjálparbóka. Þar má nefna Your Erroneous Zones, Quill 2001 (1. útg. 1976) (ísl. þýð.:
Elskaðu sjálfan þig, þýð. Álfheiður Kjartansdóttir, Iðunn 1983), Pulling Your Own Strings, Quill 2001
(1. útg. 1978) (ísl. þýð.: Vertuþú sjálfur, þýð. Alfheiður Kjartansdóttir, Iðunn 1984), YoullSeelt When
43 Believe It, Avon Books 1990 (1. útg. 1989) og Manifest Your Destiny, Thorsons 1998 (1. útg. 1997).
ayne Dyer, Your Erroneous Zones, bls. 11. íslensku þýðingunni er hér h'tillega breytt: Elskaðu sjálfan
44 P% bls. 20.
bjálfshjálp Barböru Berger byggist til að mynda að miklu leyti á því að endurtaka oft jákvæðar setn-
jngar eins og: „Alla daga á allan hátt líður mér betur og betur." Sjá Skyndibitarfyrir sálina, þýð. Ragn-
beiður Margrét Guðmundsdóttir, Salka 2003, bls. 18.