Hugur - 01.06.2004, Side 136
134
Róbert Jack
verkefni greinar sinnar, sjálfshjálparfræðinnar, og Sókrates um verkefni
heimspekinnar:
Þótt þú hafir enga hugmynd um hvernig gera skal áætlun fyrir lífið
þýðir það ekki að þú sért vitlaus. Þar að baki liggur heil vísindagrein
og þú getur lært tækni hennar. (53)55
Loks má nefna frumspekina, en eins og áður kom fram telur Epikúros frum-
speki sína vera í þjónustu lífsins, vera frumspeki fyrir lífið, fremur en tóma
kenningasmíð eða fræðimennsku. Slíka frumspeki fyrir lífið er til að mynda
að finna í bók Waynes Dyer You'll See It When You Believe It. I kaflanum
„Oneness" talar hann um hvernig trúin á hugmyndina um einingu mann-
kyns nýtist í hversdagslífi einstaklings.
Dyer talar um eina stóra mannveru (Human Being) sem við eigum öll hlut-
deild í og frumspekileg eining hennar felst í sameiginlegum andlegum eða
huglægum tengslum.56 Hugmynd sinni til stuðnings og útskýringar nefnir
Dyer meðal annars rannsóknir á öpum sem benda til að hugmynd sem
kviknar í einum apahópi komi gjarnan skömmu síðar fram í öðrum fjarlæg-
um hópi apa án þess að hóparnir hafi hist.57
Þá verður hugmynd hans nánast hversdagsleg þegar hann setur hana fram
í dæmi um frumur í mannslíkama. Hver einstök fruma er lífvera sem starf-
ar sjálfstætt eins og einstaklingur. Fruma í auganu og fruma í einni tánni
starfa þannig sjálfstætt og snertast aldrei efnislega en starfa þó báðar innan
þeirrar heildar sem líkaminn er. I þessari líkingu sér Dyer stöðu einstak-
lingsins í heildarlíkama mannkymsins, í samfélagslíkamanum, innan fjöl-
skyldu sinnar og þeirra eininga sem hann starfar annars innan. Ljóst er að
sá sem vinnur gegn þeirri heild sem hann er hluti af vinnur á endanum gegn
sjálfum sér eins og krabbameinsfruma sem á endanum leiðir til dauða lík-
amans. Þá nýtur fjölskyldumeðlimur augljóslega góðs af því að fjölskylda
hans sé samhent, en ef hann ræktar ekki fjölskyldutengslin, til dæmis með
því að vera sífellt drukkinn, skaðar hann fjölskylduna sem hann er hluti af
og þar með sjálfan sig.
Dyer er sér þó meðvitaður um að erfitt er að huga að heildinni án þess að
hugsa fyrst að eigin velferð, sá sem ekki gerir fyrst sjálfum sér gott á erfitt
með að hjálpa öðrum - þannig er fólki ráðlagt að setja súrefnisgrímur fyrst á
sjálft sig í flugvélum áður en það aðstoðar börn sín. í bókinni Elskaðu sjálf'
anpig orðar Dyer þetta svona: „Ef þér tekst vel að elska sjálfan þig, þá verð'
urðu allt í einu fær um að elska aðra, veita öðrum og gera eitthvað fyrir aðra
55 Raunar er óvíst að nokkur sjálfshjálparfræðingur nútímans fari nær því að beita samræðuaðferð Só-
kratesar en Dr Phil. I sjónvarpsþáttum sínum stundar hann samræðu við einstaklinga þar sem hann
til að mynda krefst þess jafnan og leggur áherslu á að viðmælandinn fylgi honum eftir og samþy^
hvert skref í röksemdafærslunni á líkan hátt og Sókrates gerir. Þar með er þó ekkert sagt um hugsan'
leg bein eða óbein áhrif aðferðar Sókratesar á þáttastjórnandann.
Hugmyndin er ekki með öllu ólík hugmynd Ralphs Waldos Emerson um „yfirsálina" (Over-Soul) sem
er einhvers konar sameiginleg sál allra manna.
57 Sjá Wayne Dyer, Youll See It When You Believe It, bls. 78.