Hugur - 01.06.2004, Page 138
136
Róbert Jack
mikla harmleik sem flestir gera hann að. Ég lít raunar á hann sem
blessun frekar en böl. Ég veit að það að vera hafinn yfir líkamann
þýðir endalok þjáningar og þá veit ég að ég er fær um að hefja mig
yfir líkamann á meðan ég bý í honum ef ég hefst við í þeirri vfdd
meðvitundarinnar sem er án takmarkana. (97)
Ég vitna ekki í þessi orð Dyers til að gera frekari grein fyrir kenningu hans
heldur til að benda á samsvarandi hugmynd í fornaldarheimspeki, nefnilega
í viðhorfi Sókratesar til sálar sinnar og líkama í Fœdoni Platons, sem fyrr var
getið. Sókrates tekst þar á hendur að sanna ódauðleika sálar sinnar ekki ein-
ungis vegna yfirvofandi dauða síns - samræðan á sér stað þegar hann bíður
aftöku sinnar — heldur ekki síður vegna þess lífs sem hann hefur lifað.
Um ástundun heimspeki segir Sókrates í Fædoni að „allir þeir, sem iðk[i]
heimspeki með re'ttum hœtti, temj[i] sér það eitt að deyja og vera dauðir.1
(64a, skáletrun mín) Þetta helgast af því að sálin, sem mest er um vert að
rækta, er í raun fangi í líkamanum, „reyrð í fjötra líkamans og límd við hann
(82e). En í dauðanum telur Sókrates að sálin muni öðlast mikla sælu enda
verði hún „leyst frá villuráfi sínu, ótta og heimsku, æstum ástríðum og öðr-
um mannlegum meinum“ (81a), sem hann telur afsprengi líkamans.
Haldinn þessu lífsviðhorfi hlýtur heimspekingurinn að forðast ákveðna
hluti í lífi sínu og rækta með sér aðra. Um þetta ræða einmitt Sókrates og
viðmælandi hans Simmías í eftirfarandi samræðubroti:
\
„Gáðu nú að, minn góði vin, hvort við erum sama sinnis [...] Þykir
þér það hæfa heimspekingi að hirða mjög um svonefndar nautnir,
svo sem til að mynda mat og drykk?“
„Því fer fjarri, Sókrates,“ svaraði Simmías.
„En þá um ástir?"
„Alls ekki!“
„Og hvað um alla aðra ræktarsemi við líkamann? Heldurðu til dæm-
is, að slíkur maður hafi miklar mætur á fallegum fötum og skóm og
öðru viðlíka skarti á skrokkinn á sér? Metur hann þessa hluti mikils
eða virðir hann þá að vettugi, umfram það sem brýnasta þörf kref-
ur?“
„Eg held,“ svaraði hann, „að sannur heimspekingur virði þá að
vettugi.“
„Þá sýnist þér yfirleitt, að slíkur maður skeyti ekki um líkamann,
heldur beinist viðleitni hans eftir fremsta megni frá líkamanum og
að sálinni?“
Já, það held ég.“ (64c-e)
Þannig er það í raun lífsviðhorfið og um leið lífsmátinn sem ákvarða það
hver er heimspekingur og hver ekki að áliti Sókratesar. Og lífsviðhorf og lífs'
máti hans helst í hendur við frumspeki hans, frumspeki hans fyrir lífið, þ.e-
það viðhorf að sálin sé til, að hún sé fangi líkamans og muni lifa dauða hans.