Hugur - 01.06.2004, Page 140
Hugur | 16. ÁR, 2004 | s. 138-153
Jacques Bouveresse
Reglur, hneigðir og habitus
Ef eitthvað er Bourdieu og Wittgenstein sameiginlegt er það hversu með-
vitaðir þeir eru um tvíræðni orðsins „regla“ eða um það sem ég kýs að nefna
hina gjörólíku merkingu sem orðið „regla“ getur haft. I verki sínu, Drögum
að kenningu um iðju (Esquisse d’une théorie de la pratique) vitnar Bourdieu
í þessu sambandi í efnisgrein úr Rannsóknum í heimspeki þar sem Wittgen-
stein veltir fyrir sér í hvaða skilningi megi ræða um „reglu sem einhver fer
eftir“ og hvort mögulegt sé að notkun orðs feli ávallt í sér eitthvað af þess-
um toga:
Hvað á ég við með „reglunni sem hann fer eftir“? - Tilgátuna sem
skýrir á fullnægjandi hátt þá orðanotkun sem við veltum fyrir okk-
ur; eða regluna sem hann vitnar í við beitingu tákna eða sem hann
gefur sem svar þegar við spyrjum eftir reglunni sem hann fylgir? -
En hvað ef við komum ekki auga á neina reglu og spurningin leiðir
enga reglu í ljós? - Vissulega veitti hann mér skýringu við spurningu
minni, hvaða skilning hann legði í „N“, en hann var einnig reiðubú-
inn að draga hana til baka og endurskoða hana. - Hvernig á ég þá
að ákvarða regluna sem hann leikur eftir? Hann þekkir hana ekki
sjálfur. Eða réttara sagt: Hvað merkir hér yfirhöfuð orðalagið „regla
sem hann fer eftir"?1
Augljóslega verður að greina skýrt á milli tveggja flata á gagnrýni Wittgen-
steins á það sem nefna mætti „goðsögnina um reglur". Efnisgreinina sem héf
er vitnað í ber að skoða í tengslum við gagnrýni á hugmyndina um tungu-
málið sem útreikning sem hann enn aðhylltist þegar hann skrifaði Rökfríeði'
lega ritgerð um heimspeki (Tractatus logico-philosophicus), þ.e.a.s. þá hug'
mynd að „sá sem segir setningu og meinar eða skilur hana, reikni þar með
eftir ákveðnum reglum“.2 Það er einfaldlega rangt að segja að þegar við not-
um t.d. orðið „hægindastóll“ „búum við yfir reglum um alla notkunarmögU'
leika þess“.3 Vitaskuld er ekki þar með sagt að orðið „hægindastóll“ sé í huga
Ludwig Wittgenstein, Pbilosophische Untersuchunpen, Werkausgabe, 1. bindi, Frankfiirt, Suhrkamp*
1984, §82.
Sama rit, §81.
Sama rit, §80.
2
3