Hugur - 01.06.2004, Síða 141
Reg/ur, hneigðir og habitus
r39
°kkar merkingarlaust: Notkun orðs getur verið regluleg án þess þó að „af-
^arkast að öllu leyti af reglum".4
Wittgenstein gagmýnir raunar að sama skapi hugmynd, sem kenna má við
»vélhyggju“, um það sem gerist þegar fer fram útreikningur sem fylgir
ströngum reglum. Þegar við beitum fullkomlega slfyrum og ótvíræðum regl-
Urn> eins og reglurnar sem við beitum í stærðfræði augljóslega eru, virðist það
kvernig reglan er skilin á vissan hátt ákvarða fyrirfram og í eitt skipti fyrir öll
kvað beri að gera í öllum mögulegum tilfellum. Þegar Wittgenstein setur
Þessa hugmynd fram beitir hann myndlíkingu af járnbrautarteinum sem
^afa á einhvern hátt verið lagðir óendanlega vegalengd og beiting reglunnar
rennur sjálfkrafa eftir. Teinarnir gætu aðeins komið okkur að einhverjum
n°tum svo fremi sem sú reynsla að skilja regluna gefi okkur ótvíræða mynd
af hinum ósýnilega hluta sem nær út yfir þau tilfelli er reynd hafa verið, og
það út í hið óendanlega. En þar stendur einmitt hnífurinn í kúnni. Ef óhugs-
andi er að öll umskipti hafi á einhvern hátt þegar átt sér stað í skilningsat-
fyuninni, virðist maður neyðast til að styðjast við innsæið eða tilfinninguna
vrir stað og stund til að ákvarða í hvert sinn hvernig teinarnir halda áfram
hvernig verði þar af leiðandi að halda áfram til að beita reglunni á réttan
arr- Enn er þó óljóst á hvern hátt skilningurinn getur veitt þeim sem regl-
Unni beitir þá sannfæringu (sem er yfirleitt leiðrétt og síðar staðfest eftir því
Sern hann beitir reglunni í reynd), um að hann fylgi hér með og áfram í öll-
Urn öðrum tilfellum teinum hinnar réttu notkunar. Jafnvel þótt notkun á orði
'Vtl óbifanlegum reglum stæðum við sem fyrr frammi fyrir vandanum sem
vst af svonefndri „þverstæðu Wittgensteins" sem bæri frekar að nefna
»þverstæðu Kripkes“/
Af augljósum ástæðum er Bourdieu sérlega næmur fyrir ruglingnum (sem
er einkum algengur á meðal félagsfræðinga) á tvenns konar gjörólíkri notk-
Un orðsins „regla“: reglu sem slfyringartilgátu, sem kenningasmiðurinn setur
arn til að gera grein fyrir því sem hann skoðar, og reglu sem lögmáli, er
1 reynd iðju umræddra gerenda. Þessi ruglingur hefur í för með sér að
” enningin sem smíða þarf til að gera iðjunni skil er gerð að lögmáli fyrir iðju
§erandans“.6 Ekki síst vegna þessa nánast óumflýjanlega ruglings kýs Bour-
leu að endingu fremur að tjá sig á máli stjórnlistarinnar (stratégie), habit-
Ussins eða hneigðarinnar (disposition) en á máli reglnanna. í Hlutunum
segir hann ekki mega rugla tilvist reglubundins fyrirbæris saman við
)a Þegar regla er fyrir hendi. Hann skrifar:
Samfélagsleikurinn er reglubundinn, hann er mótstaður reglubund-
fyna fyrirbæra. Hlutirnir gerast þar á reglubundinn hátt: Ríkir erf-
lngjar ganga reglulega að eiga yngri dætur af efnuðum heimilum.
Það þýðir samt ekki að sú regla gildi fyrir ríka erfingja að þeir skuli
kvænast ríkum stúlkum af góðum heimilum, jafnvel þótt ætla megi
4
5 þ*ama rit, §84.
6 p ^ ^aul Kj’ipke: Wittgenstein on Rules and Private Language, Oxford 1982.]
lerre Bourdieu, Choses dites, París, Éditions de Minuit, 1987, s. 76.