Hugur - 01.06.2004, Síða 142
140
Jacques Bouveresse
að það að kvænast slíkum stúlkum geti (séu þær ríkar og enn frekar
séu þær fátækar) verið mistök, og meira að segja - til dæmis í aug-
um foreldranna - afglöp. Segja má að öll hugsun mín spretti af þeirri
spurningu hvernig hegðun geti verið reglubundin án þess að stafa af
hlýðni við reglu. [...] Ef smíða á líkan af leiknum, sem væri hvorki
einfalt eftirmót skýrra forskrifta né lýsing reglubundinna fyrirbæra,
en næði þó um leið utan um hvort tveggja, þyrfti að hugleiða hina
ólíku veruhcetti reglubindandi forskrifta annars vegar og reglufestu
iðjunnar hins vegar: Habitusinn, þessi reglubundna hneigð til að
geta af sér reglulegar og reglubundnar aðstæður án allrar ávísunar á
reglur, er vissulega fyrir hendi; í samfélögum sem eru skammt á veg
komin með lögskráningu stýrir hann mest allri iðju.7
Leibniz segir okkur búa yfir habitusi til einhvers þegar það sprettur að jafn-
aði úr hneigð gerandans (Habitus est ad id quod solet fieri ex agentis dispos-
itione). Hann skilgreinir hið sjálfsprottna (eða ósjálfráða) sem það er eigi sér
upphaf í gerandanum (Spontaneum est, cumprincipium agentis in agente).8 Það
sem frelsið bætir við hið sjálfsprottna er yfirveguð ákvörðun. Frelsið má skil-
greina sem „hið ósjálfráða samtvinnað yfirveguninni“ (Libertas spontaneitas
consultantis) eða sem skynsama og vitræna sjálfkviknun. Dýr eru gædd hinu
ósjálfráða en þar eð þau eru ekki skynsemi gædd eru þau ófær um að taka
frjálsar ákvarðanir. Þótt hegðun gerandans sé afurð ákveðins habituss kemut
það ekki í veg fyrir að athöfn hans gerist af sjálfsdáðum, svo fremi sem að
hana leiði ekki af ytri þvingun heldur af hneigð sem býr í gerandanum sjálf'
um. En að svo miklu leyti sem beiting frelsisins gerir ráð fyrir yfirvegun eru
ijölmargar athafnir okkar, sér í lagi þær sem hljótast af habitusinum, einfald-
lega ósjálfráðar og strangt til tekið ekki frjálsar, þó svo þær lúti heldur ekki
þvingandi öflum. I þessu samhengi mætti taka fram að sá ótti að ekki aðeins
frelsinu heldur einnig sjálfkviknun einstaklingsbundinna ákvarðana stafi ógn
af löggengi á borð við þau sem félagsfræðin lýsir, sprettur engan veginn af
hinum reglubundnu einkennum sem slík löggengi valda í hegðun gerend'
anna, hversu frávikalaus sem einkennin kunna að vera. Þessi ótti skýrist frem'
ur af þeirri staðreynd (sem við upplifum nú á dögum í kjölfar almennrar fram'
þróunar vísindalegrar þekkingar og sérstaklega félagsvísinda) að okkur reynist
erfiðara en Aristótelesi eða Leibniz að gera greinarmun á athöfnum sem eiga
upptök sín „í“ gerandanum og þeim sem eiga upptök sín „utan“ hans, og geta
ekki einungis átt sér stað óháð honum heldur einnig þvert á hans vilja. Að
jafnaði gerum við vandræðalaust greinarmun á athöfnum sem verðskulda að
nefnast „frjálsar" og þvinguðum athöfnum. Hinn heimspekilegi frelsisvandi
skýtur hins vegar upp kollinum með hugmyndinni um ómeðvitaða þvingun
og hið ósýnilega fangelsi. Ef okkur hryllir við hugmyndinni um að við kynn'
um að vera ófrjáls er það vegna þess að við gerum okkur vissa mynd af því hve
7 Sama rit, s. 81-82.
Opuscules et fragments inédits de Leibniz. Extraits de manuscrits de la Bibliothéque royale de Han~
ovre, ritstj. L. Couturat, Georg Olms, Hildesheim, 1966, s. 474.