Hugur - 01.06.2004, Síða 144
142
Jacques Bouveresse
ekki þær lýsingar sem maður reynir að gefa á þeim nauðsynlegu og nægilegu
skilyrðum fyrir því að við búum yfir slíku valdi. I þessu sambandi taldi Leib-
niz það enga mótsögn að athöfn væri algjörlega ákvörðuð (sem var í hans
augum allt annað en að vera nauðsynleg) og um leið fullkomlega frjáls.
*
I samfélagsleiknum eru vissar gerðir reglubundinnar hegðunar bein afleiðing
viljans til að fara eftir skráðum og viðurkenndum reglum. I slíkum tilfellum
er reglufesta afurð reglunnar og hlýðnin við hana vísvitandi athöfn sem hvíl-
ir á þekkingu og skilningi á því sem reglan kveður á um í því tilfelli. Hinar
öfgarnar eru reglufesta, sem má skýra sem hrein orsakalögmál út frá undir-
liggjandi „gangvirki", rétt eins og regluleg hegðun náttúrufyrirbæra er skýrð.
Sú tilhneiging er raunar fyrir hendi í mann- jafnt sem náttúruvísindum að
telja öll regluleg einkenni hljóta að ráðast af gangvirkjum, sem myndu gera
okkur kleift að skýra þessi einkenni, ef við gætum borið kennsl á þau. En það
er einnig til margs konar regluleg hegðun - og það á sennilega við um mest
af henni - sem virðist hvorki mega skýra á fullnægjandi hátt með því að vísa
í reglurnar sem gerendurnir fylgja meðvitað í hegðun sinni né með því að
vísa á bein orsakatengsl. Það er á þessu millistigi sem lykilhugtak Bourdieus,
habitus, kemur til sögunnar.
Rétt er að benda á það í framhjáhlaupi að Wittgenstein gagnrýnir kerfis-
bundið þá tilhneigingu að líta á regluvirkni (l’action de la régle) sem orsaka-
lögmál - eins og reglan virki á einhvern hátt hkt og drifkraftur sem knýr not-
anda hennar til að halda í ákveðna átt. Af sömu einurð hafnar hann annarri
ranghugmynd, þ.e. þeirri að náttúrulögmál séu reglur sem náttúrufyrirbæri
neyðast einhvern veginn til að fyra eftir. I fyrirlestri um frelsi og löghyggju,
sem kom nýverið út, leggur Wittgenstein áherslu á að lögin tjái vissa reglu-
festu, án þess þó að vera orsök þessarar reglufestu, eins og tilfellið væri ef
segja mætti að lögin sjálf knýðu hlutina til að hegða sér eins og þeir gera. Af
því dregur Wittgenstein þá ályktun að jafnvel þótt setja mætti mannlegar
ákvarðanir fram sem reglufestu í formi laga, værum við engu nær um það
hvernig slíkt gæti hindrað þær í að vera frjálsar ákvarðanir: Jafnvel þótt
reglufestu sé að finna í mannlegum ákvörðunum er ekkert sem kemur í veg
fyrir að þær geti verið frjálsar. Það er ekkert við reglufestu, sem gerir eitthvað
frjálst eða ófrjálst. Hugmyndin um þvingun er þá aðeins fyrir hendi ef þú
hugsar þér að reglufestan sé þvingun búin til af brautarteinum, og bætir við
hugmyndina um reglufestu þeirri hugmynd að ,þetta verði að hreyfast svona
þar eð teinarnir eru lagðir á þennan vegV'11 Wittgenstein heldur fast við það
að notkun okkar á orðum á borð við „frjáls“, „ábyrgur“, „hann getur ekki ann-
að en...“ o.s.frv. „sé algjörlega óháð spurningunni hvort eitthvað á borð við
11
Ludwig Wittgenstein, „Lecture on the Freedom of the Will“, Philosophical Investigations, 12. bindi*
nr. 2 (apríl 1989), s. 87.