Hugur - 01.06.2004, Side 146
144
Jacques Bouveresse
fræðimaðurinn smíðar til að gera grein fyrir leiknum. Hverfi þessi greinar-
munur er hætta á einhverri hrapalegustu rökvillunni í mannvísindum sem
felst, samkvæmt kunnum ummælum Marx, í að gera ,hluti rökfræðinnar að
rökfræði hlutanna’ [Wittgenstein myndi orða þetta svo að hlut sé eignað
eitthvað sem býr einungis í framsetningarhætti hans, JB]. Til að forðast slíkt
verður að fella hið raunverulega lögmál stjórnlistanna inn í kenninguna,
þ.e.a.s. hinn verklega skilning eða, kjósi maður frekar, það sem íþróttafólk
nefnir að hafa tilfinningu fyrir leiknum (le sens du jeu), þ.e. verkleg tök á rök-
vísi eða innri nauðsyn leiks sem næst með leikreynslu og á sér stað handan
meðvitundarinnar og orðræðunnar (t.d. sem líkamsleikni). Hugtök á borð
við habitus (eða kerfi hneigða), verklegan skilning eða stjórnlist eru hluti af
þeirri viðleitni minni að sneiða hjá hluthyggju formgerðarstefnunnar án þess
að falla í gryfju h ughyggj u n n ar“.15
Eins og Wittgenstein benti oft á má læra leik með því að setja skilmerki-
lega fram og læra þær reglur sem honum sfyra. En að sama skapi er hægt að
ávinna sér þá tegund reglubundinnar hegðunar sem samsvarar verklegum
tökum á leiknum án þess að nolckur regla þurfi að berast til tals í því ferli-
Eg get vitað hvert rétt áframhald talnaraðar sé í kjölfar þess að mér hug-
kvæmist sú - e.t.v. ber fremur að segja: viss - algebruformúla sem leiðir af sér
framhaldið. En ég get einnig verið sannfærður um að ég viti hvernig beri að
leiða hana rétt áfram og tekist það í raun án þess að mér hafi komið nein
ákveðin regla til hugar, þ.e.a.s. með því að notast eingöngu við dæmin sem
mér voru gefin. Að læra tungumál er augljóslega fremur dæmi um hið síðar-
nefnda. Loks ber að geta stöðu utanaðkomandi áhorfanda sem reynir að
skýra leikinn og setur í því augnamiði fram tilgátur um þær reglur sem leik-
mennirnir gætu verið að fylgja og fylgja jafnvel í raun. Áhorfandinn leitast
með öðrum orðum við að setja fram reglukerfi sem væri nægilegt (en ekki
endilega nauðsynlegt) að þekkja, .meðvitað eða ómeðvitað, til að koma auga
á þau reglubundnu einkenni sem greina má í hegðun gerendanna.
I flestum tilfellum er það sem Bourdieu nefnir verklegan skilning á eða til-
finningu fyrir leiknum eitthvað sem bætist við „fræðilega“ þekkingu á reglun-
um, sé hún til staðar, og er aðeins hægt að öðlast með leikiðju. Hina ósmætt-
anlegu verklegu þekkingu er aðeins hægt að öðlast í iðju og hún tjáir sig
aðeins í iðju. En í samfélagsleiknum, þar sem reglulaus reglufesta er, ef svo má
að orði komast, regla fremur en undantekning, hneigist maður til að álita
gagnslaust að reyna að komast framhjá hugtökum á borð við verklegan skiln-
ing og tilfmningu fyrir leiknum í leit að einhvers konar reglukerfi leiksins.
Engar sönnur eru á því að mögulegt sé að endurgera verklega þekkingu sem
óbeina þekkingu á slíkri kenningu. Putnam hefur meðal annarra haldið þvl'
fram að viss verkleg hæfni, svo sem hæfnin til að tala tungumál, geti verið of
flókin til að hana megi endurgera með fyrrnefndum hætti. í slíkum tilfellum
er hætt við því að lýsing á þeirri verklegu þekkingu sem gerir umrædda iðj11
mögulega verði á endanum ekki ósvipuð lýsingu á iðjunni sjálfri.
15
Sama rit, s. 76-77.