Hugur - 01.06.2004, Side 147
Reg/ur, hneigðir og habitus
H5
*
Eourdieu væntir töluverðs fræðilegs gagns af habitus-hugtaki sínu og
skyldum hugtökum. Habitusinn geri kleift að skilja hvernig „hátterni get-
Ur verið markvisst án þess að stýrast meðvitað af eða í átt að þessu marki.“16
»Habitusinn“, segir hann ennfremur, „er í raun verufræðilega samofinn
félagsheiminum sem hann sprettur af, uppspretta vitsmuna án vitundar,
ætlandi (intentionalité) án ætlunar og verkleg tök á reglufestu heimsins,
Sem auðveldar að sjá framtíðina fyrir án þess að þurfa að staðhæfa hver hún
verði“.17 Bourdieu þykir miður að beitt skuli á kenningar hans „einmitt
þeim valkostum sem hugtakið habitus reynir að sneiða hjá: hinu meðvitaða
°g hinu ómeðvitaða, skýringum sem byggja á lögmálsbundnum eða mark-
^rðsbundnum orsökum. Þar sem habitusinn er ekki hugrœns eðlis (til eru
habitusar sem eru alfarið líkamlegir) stendur hann utan við greinarmun
kins meðvitaða og hins ómeðvitaða, og greinarmuninn á afurð einfaldrar
°rsakabundinnar þvingunar og því sem er frjálst í þeim skilningi að kom-
ast þvert á móti undan sérhverri þvingun af þessu tagi. Bourdieu leggur í
Þessu sambandi sérstaka áherslu á hina „skapandi“ hlið þeirra verka sem
Uabitusinn stýrir:
Eg vildi berjast gegn vélhyggju formgerðarstefnunnar og Saussures
sem, eins og ég hef sýnt fram á í Hinum verklega skilningi (Le sens
pratique), lítur á iðju sem hreina framkvæmd. Með svipuðum hætti
°g Chomsky, sem mér sýndist einnig mjög áfram um að ljá iðjunni
virka, uppfinningasama ætlun (vissum talsmönnum persónuhyggj-
unnar virtist hann einmitt varnarvirki gegn nauðhyggju formgerð-
arstefnunnar), vildi ég leggja áherslu á sköpunargetu hneigðanna,
sem eru, eins og gefur að skilja, áunnar og félagslega mótaðar. Það
liggur í augum uppi hversu fráleit sú flokkun er að fella verk sem
tjáir iðju gerandans og hæfileika hans til að finna upp og spinna
undir formgerðarstefnu sem eyðir sjálfsverunni. En ég vildi minna
á að þennan „skapandi", virka, uppfinningasama hæfileika ber ekki
að eigna hinni forskilvitlegu sjálfsveru hughyggjuhefðarinnar held-
Ur virkum geranda.18
B
ourdieu hefur nokkrum sinnum komið orðum að þessu og jafnvel haldið
fva fr'am að í sérlega flóknum leikjum, svo sem hjónavígslum eða helgiat-
lnum, sé kerfi hneigða að verki er hugsa megi sem hliðstætt málmyndun-
ræði Chomskys - „að því undanskildu að um er að ræða hneigðir sem eru
l‘u>inar með reynslu, og því breytilegar í tíma og rúmi. Þessi tilfinning fyrir
leyfir óteljandi „útspil“ sem má laga að óteljandi mögulegum kring-
Sama rit, s. 26.
Sa[na rit, s. 22.
Sama rit, s. 23.
16
17
18