Hugur - 01.06.2004, Blaðsíða 148
146
Jacques Bouveresse
umstæðum sem engin regla - hversu flókin sem hún er - getur séð fyrir. Ég
skipti því venslareglunum út fyrir hjónavígslustjórnlistir“.19
Við fyrstu sýn kann vísunin í Chomsky að koma á óvart í þessu samhengi
þar sem hann er dæmigerður fulltrúi hugmyndarinnar um tungumál sem
reikning, hugmynd sem iðulega er rakin til Freges og Wittgenstein
gagnrýndi og gaf síðar endanlega upp á bátinn. I sjálfri sér felur sú hæfni að
búa til óendanlega margar málfræðilega réttar setningar og túlka merkingu
þeirra eftir hreinum formlegum reglum ekkert í sér sem nær út fyrir mögu-
leika gangvirkis. Þar fyrir utan hafa Katz og Fodor lagt á það ríka áherslu að
ákvarða megi með formlegum reikningi hvaða merkingarfræðilegu túlkun er
beitt á setningu án þess að grípa þurfi til einhverra málvísindalegra innsæis-
gáfna: „Þörfin á formlegri merkingarfræðikenningu sprettur af nauðsyn þess
að forðast innihaldsleysi, því merkingarfræðikenning er innihaldslaus ef hún
byggist á því að treysta skilningi eða innsæi mælandans í merkingartengsl
svo að reglum kenningarinnar sé rétt beitt.“20 Hvort sem um er að ræða
merkingarfræðilega eða setningarfræðilega hlið þessarar hæfni þurfa um-
ræddar reglur í báðum tilfellum að vera settar formlega fram og hægt að
beita þeim á vélrænan hátt. Hugmynd Chomskys um málbeitingu felur alls
ekki í sér að sá sem búi yfir þessari hæfni þurfi að vera persóna eða meðvit-
uð vera. Spurning hans er fremur á þessa leið: Hvers konar (óhlutbundið)
sjálfhreyfiafl þarf efnislegt kerfi {systéme physiqué) að vera til að geta smíðað
og túlkað hugsanlega ótakmarkaðan fjölda setninga á náttúrulegu tungumáli
(eins og við mennirnir gerum)?
Hina eiginlegu sköpunargetu sem hlýst af einfaldri endurtekningu reglna,
svo fremi sem hún skilji sig frá formlegri myndun, er að finna allt annars
staðar, á sviði þess sem Chomsky nefnir „sköpunarkraft notkunarinnar", þ-e-
hæfni til að nota á viðeigandi hátt óendanlega margar ólíkar og í flestum til'
fellum nýjar setningar við aðstæður sem eru sjálfar nýjar. Það er fyrst á þessu
sviði sem fyrirbæri á borð við það sem Bourdieu nefnir að hafa tilfmningu
fyrir leiknum eða innsæisgáfur hins verklega skilnings líta dagsins ljós. En
málmyndunarfræði hefur ekkert um slíkt að segja af þeirri einföldu ástæðu
að hún er kenning um hæfni en ekki um notkun, nánar tiltekið vegna þesS
að hún hefur ekkert að gera með þann þátt hæfninnar - að því marki sem
enn er viðeigandi að tala um hæfni — sem birtist í verklegri vitneskju eða
skilningi sem ekki verða sett skýrlega fram á formi reglna. Telji sumir sig, h'kt
og Bourdieu bendir á, finna hjá Chomsky rök fyrir kenningu um hina skap'
andi sjálfsveru í anda einhvers konar persónuhyggju, er það vegna grundvall'
armisskilnings sem Chomsky hefur sjálfur alið kerfisbundið á.
Ekki skyldi heldur ætla að reglur málvísindakenningar Chomskys stæðu
nær því sem Bourdieu nefnir „lögmál iðju gerendanna“ - í andstöðu við þá
kenningu sem smíðuð er til að lýsa iðjunni - en fræðilíkönum formgerðaf'
19 Sama rit, s. 19.
Jerrold J. Katz og Jerry A. Fodor, „The Structure of a Semantic Theory", J.A. Fodor og J.J. Katz, Tb*
Structure of Language. Readings in the Philosophy of Language, Englewood Cliffs, New Jersey, Prent
ice-Hall, Inc., 1964, s. 501.