Hugur - 01.06.2004, Qupperneq 150
148
Jacques Bouveresse
Wittgenstein andæfir almennt þeirri hugmynd að reglum, þ.á m. reglum
af fyrrnefndu tegundinni, sé fylgt að hætti orsakabundinnar þvingunar. Til
dæmis segir hann að við ættum ekki að líta á sönnun sem ferli er neyðir okk-
ur til einhvers, heldur sem ferli er vísar okkur veginn. Þetta er meðal annars
leið til að segja regluna leiða athöfnina án þess þó að segja hana valda at-
höfninni á þann hátt sem kraftur veldur ákveðnum áhrifum. Reglunni er
nefnilega beitt á athafnir sem tilheyra fyrirfram ákveðnu umdæmi og eru
undirorpnar rökvísi sem er frábrugðin náttúrulegum atburðum, hvort sem
þær lúta reglum eður ei.
Hugleiði maður þá efahyggjukenndu þverstæðu sem Wittgenstein er sagð-
ur hafa sett fram um að „fara eftir reglu“, hneigist maður til að álykta að eng-
in regla, ekki einu sinni fullkomlega skýr og ótvíræð regla, ákvarði í raun og
veru hvernig henni er beitt. Þessi þverstæða virðist fela í sér að hvernig svo
sem einhver byrjar að beita reglu á ákveðnu augnabliki, þá mætti samrýma
hana þeim skilningi sem notandinn hefur lagt í hana, þannig að reglan hljót-
ist af beitingu hans á henni fram til þessa. Af undangenginni beitingu regl-
unnar er ekki hægt að leiða neins konar hömlur að því hvernig megi beita
henni í framtíðinni. Þetta þýðir að þegar reglunni er beitt er í hverju skrefi
þörf á skapandi athöfn (í meira eða minna bókstaflegum skilningi) til að
ákvarða hvað beri að gera. Andstætt því sem ýmsir túlkendur álíta er slík þver-
stæða augljóslega ekki afstaða Wittgensteins. Höfundur Rannsókna í heim-
speki reynir að sigla milli skers og báru, þ.e. milli annars vegar hluthyggju-
kenningarinnar (þ.e. platonskrar kenningar) um merkingu reglunnar sem
byggi þegar yfir öllum beitingarmöguleikum sínum án þess að nokkurt fram-
lag notandans þyrfti til, og hins vegar lögleysis sköpunarhyggjunnar sem fel-
ur þvert á móti í sér að allt ákvarðist af framlagi notandans hverju sinni.
McDowell ræðir í þessu sambandi um „náttúruvæddan“ platonisma sem
koma eigi í stað þess sem hann nefnir „óheftan“ platonisma. Wittgenstein
hafnar ekki þeirri hugmynd (sem lýsa mætti sem „platonskri") að merking
reglunnar feli að vissu leyti í sér alla beitingarmöguleika hennar í framtíð-
inni. Hins vegar leitast hann við að eyða þeim þáttum sem óheftur platon-
ismi bætir við, þáttum sem eru leyndardómsfullir og áhyggjuefni því þek
virðast benda til þess að merking megni ekki slíkt afrek án aðstoðar yfirnátt-
úrulegra krafta, ef ekki beinlínis töfra.23
Það „að gera það sama og áður“ eða „að beita reglunni rétt“ er ekki fyrir-
fram ákvarðað óháð reglulegri beitingu, og fær fyrst merkingu innan slíkrar
beitingariðju. Að mati Wittgensteins skjátlast þeim er telur reglu leiða eitt-
hvert af sjálfri sér jafnvel þótt enginn fylgi henni. Það væri jafnframt rangt
að halda regluna sjálfa færa um að velja aðeins einn möguleika úr óhlut-
bundnu mengi, sem er ekki fyrirfram ákvarðað og mótað af tilhneigingum,
hæfileikum og viðbrögðum, er tengja sjálfsveruna við mannheiminn eða
heim mannlegrar iðju yfirhöfuð.
Orðalagið „að gera hið sama“ er því ekki fyrirfram skilgreint í platonskum
John McDowell, Mitid and World, Cambridge, Harvard University Press, Mass., London, England,
1994, s. 176-177.